Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 09. ágúst 2020 10:17
Aksentije Milisic
Cavani til Benfica - Chelsea vill fá Stones
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn er mættur á þessum annars fína sunnudegi. Nokkuð um áhugaverða mola er að finna í honum að þessu sinni.

Arsenal ætlar að selja Alexandre Lacazette til Atletico Madrid um leið og Pierre-Emerick Aubameyang skrifar undir nýjan samning. (Star Sunday)

Chelsea er að fylgjast með varnarmanni Manchester City, John Stones, og vonast liðið eftir að fá þennan 26 ára gamla enska landsliðsmann fyrir 20 milljónir punda. (Sunday Mirror)

Brighton hefur neitað tilboði frá Leeds United í varnarmanninn Ben White en tilboðið hljómaði upp á 22 milljónir punda. White var á láni hjá Leeds á síðustu leiktíð. (Sky Sports)

Liverpool hefur líka áhuga á White en Chelsea er sagt ætla selja Antonio Rudiger og bjóða í White í kjölfarið. (Sunday Mirror)

Arsenal er komið í baráttuna um Morgan Sanson, miðjumann Marseille en Tottenham og West Ham hafa einnig áhuga á leikmanninum. (Le 10 Sport)

Leicester og Liverpool hafa áhuga á vinstri bakverði Olympiakos, Kostas Tsimikas en hann gæti verið falur fyrir 12 milljónir punda. (Mail on Sunday)

Dortmund mun bjóða Jadon Sancho nýjan samning og góða launahækkun ef Manchester United samþykkir ekki að borga 100 milljónir punda fyrir leikmanninn fyrir 10. ágúst. (Bild í Þýskalandi)

Rudi Voller, yfirmaður íþróttamála hjá Bayer Leverkusen, hefur varað Chelsea við því að klúbburinn muni ekki samþykkja nein tilboð í Kai Havertz sem eru undir 90 milljónum punda. (La Gazetta)

Crystal Palace mun ekki ná að kaupa enska sóknarmanninn Eberechi Eze. QPR vill fá 20 miljónir punda fyrir leikmanninn en West Ham telur hann vera 10 milljónir punda virði. (Sun on Sunday)

Philippe Coutinho mun ekki ákveða framtíð sína fyrr en Meistaradeild Evrópu lýkur. (Sport)

Arsenal vill kaupa Dani Ceballos á 100 milljónir punda frá Real Madrid, Thomas Partey frá Atletico Madrid og varnarmann frá Lille, Gabriel. Liðið þarf að selja leikmenn til þess að gera þetta. (Sun on Sunday)

West Brom er í viðræðum við Brighton um kaup á írska varnarmanninum Shane Duffy. (Mail on Sunday)

Stjórn Liverpool hefur sagt Klopp að selja Naby Keita svo að liðið geti fjármagnað kaupin á Thiago Alcantara frá Bayern Munchen. (Kicker í Þýskalandi)

Atletico Madrid er að íhuga að bjóða í Lucas Torreira, miðjumann Arsenal. (Mundo Deportivo)

Benfica vonast eftir því að fá Edinson Cavani til liðsins. Cavani er samningslaus. (Benfica TV)


Athugasemdir
banner