Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
Siggi hæstánægður: Þetta eru erfiðustu sigrarnir að ná í
Andri Rúnar: Ég hefði ekki nennt öllum símtölunum frá Samma
Jökull: Ég er alveg rólegur með alla umræðu um fyrir hvað við stöndum
Davíð Smári: Sálfræði leikþáttur á hliðarlínunni hjá þjálfara annars liðsins
Halli Hróðmars: Það var farið í allar klisjurnar
Gunnar Heiðar: Missum aðeins fókus í þessum varnarhlutverkum okkar í þeim mómentum
Venni: Ef það er innan seilingar og í augnsýn þá er bjánalegt að stefna ekki á það
Hemmi: Þetta var eins og skotæfing í 90 mínútur
Bjarni Jó: Á bólakafi í fallbaráttu
Gunnar Már: Hræddur þar til hann flautaði leikinn af
Heiðdís: Stolt að vinna bikar eftir barnsburð
Berglind Björg: Skemmtilegra núna heldur en í fyrra
Sammy: Búin að vera að æfa þessa tegund af slútti
Virkilega ánægð með skiptin í Breiðablik - „Vildi vinna bikara og það hefur komið"
„,Þetta er bara geggjað, þetta er bara bilun"
Thelma Karen: Eigum endalaust inni og þetta er ekki búið
Guðni meyr: Stoltur af því að vera FH-ingur
Nik eftir sigur í úrslitaleiknum: Þetta er ótrúlegt
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
   mán 09. ágúst 2021 21:57
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Sáttur að sigra og sýna trausta frammistöðu
Óskar lenti í smá bleytu rétt fyrir leikinn í dag en lét það ekkert á sig fá og var sáttur með sína menn.
Óskar lenti í smá bleytu rétt fyrir leikinn í dag en lét það ekkert á sig fá og var sáttur með sína menn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Ég er þokkalega sáttur, mér fannst við góðir eitthvað fram í seinni hálfleikinn, svo kannski gáfum við aðeins eftir en svona heilt yfir er ég sáttur við frammistöðuna og úrslitin sem komu svo í kjölfarið" Sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir góðan 3-1 sigur gegn Stjörnumönnum.

Blikar voru með öll tök á leiknum þangað til að Stjarnan minnkuðu muninn í 3-1, var Óskar smeykur í þeirri stöðu?

"Nei ekki smeykur kannski en manni er aldrei sama því það var mikil orka í Stjörnuliðinu og þessi fjórfalda skipting sem þeir gerðu heppnaðist mjög vel, gaf þeim mikinn kraft þannig ég var kannski ekki beint hræddur en þetta varð svolítið tætt hjá okkur og náðum ekki stjórn á þessu og mér fannst þeir hafa aðeins stjórnina á hlutunum og það er óþægilegara heldur en hitt en svo fengum við líka fullt af færum til þess að klára leikinn endanlega"

Það var allt annað að sjá til Stjörnunnar í síðari hálfleik.

"Mér fannst Stjörnuliðið gott í seinni hálfleik , þeir voru að spila fótbolta og halda boltanum aðeins og þá voru þeir mjög góðir og það var hluti af því við misstum stjórnina í seinni hálfleik" Bætti Óskar svo við.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  3 Breiðablik

Valur, Víkingur og KA sem eru í baráttu við Blika um Íslandsmeistaratitilinn misstigu sig öll í gær.

"Ég er bara sáttur með að við myndum sigra og sýna trausta frammistöðu og það er kannski ekkert sjálfgefið að þegar það er mikið í gangi og mikilvægir leikir handan horns þá er ekkert endilega sjálfgefið að menn ná að stilla sig af leik eftir leik og auðvitað gleðilegt að úrslitin fylgja með. Við getum lítið verið að velta fyrir okkur hvað aðrir gera, það er svo mikið eftir af leikjum og innbyrðisleikjum milli þessara liða sem eru núna í toppbaráttunni, við höfum séð það áður að hlutirnir geta snúist á tveimur eða þremur umferðum og það er það mikið eftir að það er ekkert sem segir að þetta geti ekki gerst aftur þannig að við reynum að hugsa sem minnst um hvað liðin í kringum okkur eru að gera og við einbeitum okkur bara að okkar. Ef við náum að gera það vel trúi ég ekki öðru en við verðum í ljómandi fínum málum þegar að mótinu líkur í haust"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en þar talar Óskar um seinni leikinn gegn Aberdeen sem fer fram á fimmtudaginn Thomas Mikkelsen og líkamlega heilsu leikmanna.
Athugasemdir
banner