Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   þri 09. ágúst 2022 22:25
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Eitthvað sem við höfum ekki verið þekkt fyrir í sumar
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús Jónsson
Gunnar Magnús Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er súrt og stór skellur. Það er eitthvað sem við höfum ekki verið þekkt fyrir í sumar, höfum tapað mest með þremur mörkum og höfum verið að verjast nokkuð vel og bara mikil vonbrigði að tapa svona stórt. “ Voru fyrstu viðbrögð Gunnars Magnúsar Jónssonar þjálfara Keflavíkur eftir 5-0 skell Keflavíkur gegn Val á HS Orkuvellinum í Keflavík í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  5 Valur

Valsliðið komst snemma leiks í forystu og bætti við öðru marki áður en hálfleikurinn var úti. Þriðja markið kom eftir um 20 mínútur í síðari hálfleik en eftir það var líkt og leikmenn Keflavíkur hefðu lagt árar í bát og uppgjöf einkenndi leik liðsins.

„Þær eru þekktar fyrir það stelpurnar að gefast aldrei upp sama hvað á bjátar og það var það sem ég var svekktastur með í dag að það var hangandi haus á vellinum hjá stelpunum og vorum svolítið úr karakter. “

Næsti leikur hjá Keflavíkur er afar mikilvægur í botnbaráttunni en liðið heimsækir Aftureldingu í Mosfellsbæ í hörðum fallslag og sannkölluðum sex stiga leik.

„Einn af sex leikjum sem eftir eru og verða allt úrslitaleikir. Það jákæðasta við leikinn í dag er að við erum búin með Blika og Val núna en það verður risaslagur eftir viku í Mosfellsbænum og við erum bara full tilhlökkunar. Þeir sem spila fótbolta hljóta að hlakka til að spila í svona leikjum þannig að það verður bara stemming og skemmtilegt.“

Sagði Gunnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner