Stefán Ingi Sigurðarson kom inn á sem varamaður hjá Sandefjord þegar liðið náði í jafntefli í Íslendingaslag gegn Stromsgodset í norsku deildinni.
Logi Tómasson var í byrjunarliði Stromsgodset sem var með 2-0 forystu í hálfleik. Stefán Ingi kom inn á í upphafi síðari hálfleik og hann skoraði annað mark Sandefjord þegar stundafjórðungur var til leiksloka og tryggði liðinu stig.
Þetta var fyrsta mark hans fyrir liðið en hann gekk til liðs við félagið frá Patro Eisden í sumar. Hann fiskaði víti í fyrsta leiknum sínum í Noregi og í öðrum leiknum var bjargað á línu. Í dag kom svo fyrsta markið. Sandefjord er í 14. sæti af 16 liðum með 17 stig, einu stigi frá öruggu sæti. Stromsgodset er í 11. sæti með 20 stig. Liðið hefur ekki unnið í síðustu átta leikjum.
Hollenska deildin fór af stað með Íslendingaslag en nýliðarnir í Groningen völtuðu yfir NAC Breda 4-1. Brynjólfur Willumsson kom inn á sem varamaður á 64. mínútu hjá Groningen í sínum fyrsta keppnisleik. Elías Már Ómarsson lék 85 mínútur fyrir Breda.
Elías Rafn Ólafsson var í rammanum þegar Midtjylland vann 2-0 sigur á Vejle í dönsku deildinni. Þetta var fyrsti leikurinn í 4. umferð en Midtjylland er á toppnum með átta stig.
Ágúst Eðvald Hlynsson og Ægir Jarl Jónasson léku allan leikinn þegar AB tapaði 1-0 gegn Nykobing í C-deildinni í Danmörku. Lærissveinar Jóhannesar Karls Guðjónssonar eru með eitt stig eftir tvo leiki.
Stefan Ljubicic kom inn á sem varamaður undir lok leiksins þegar Skovde tapaði 2-0 geegn Brage í sænsku deildinni. Skovde er með 18 stig í 14 sæti af 16 liðum eftir 18 umferðir.