Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
   fös 09. ágúst 2024 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Höfum mikinn áhuga á því að fá Guðmund Andra"
Fór meiddur af velli fyrir rúmri viku síðan og var ekki með Val gegn KA í vikunni.
Fór meiddur af velli fyrir rúmri viku síðan og var ekki með Val gegn KA í vikunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Daði orðaður við Víking og KR.
Jón Daði orðaður við Víking og KR.
Mynd: Getty Images
Í gær var fjallað um það að KR hefði lagt fram tilboð í Guðmund Andra Tryggvason leikmann Vals. Hann rennur út á samningi eftir að tímabilinu lýkur en KR hefur áhuga á því að fá hann strax.

Andri er uppalinn KR-ingur og var síðast hjá félaginu sumarið 2017.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, yfirmaður fótboltamála hjá KR, var spurður út í Andra.

„Það eru samningaviðræður í gangi, þær mjakasta áfram. Það er alveg ljóst að við höfum mikinn áhuga á því að fá Guðmund Andra í KR," segir Óskar sem staðfestir að KR hafi fengið svar við tilboði sínu í leikmanninn.

Var tilboð KR samþykkt?

„Það eru bara samningaviðræður í gangi. Á meðan það er ekki búið að skrifa undir neitt, þá er staðan þannig. Við erum bara ræða saman og erum vongóðir um að ná samkomulagi."

KR var í síðustu viku orðað við Jón Daða Böðvarsson og var Óskar einnig spurður út í hann.

„Það er ekkert komið í ljós hvaða framtíðarplön hann er með. Það er best að hann svari því sjálfur. Við hefðum auðvitað áhuga á því að fá hann, það er klárt," segir Óskar.
Athugasemdir
banner
banner
banner