Í gær var fjallað um það að KR hefði lagt fram tilboð í Guðmund Andra Tryggvason leikmann Vals. Hann rennur út á samningi eftir að tímabilinu lýkur en KR hefur áhuga á því að fá hann strax.
Andri er uppalinn KR-ingur og var síðast hjá félaginu sumarið 2017.
Andri er uppalinn KR-ingur og var síðast hjá félaginu sumarið 2017.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, yfirmaður fótboltamála hjá KR, var spurður út í Andra.
„Það eru samningaviðræður í gangi, þær mjakasta áfram. Það er alveg ljóst að við höfum mikinn áhuga á því að fá Guðmund Andra í KR," segir Óskar sem staðfestir að KR hafi fengið svar við tilboði sínu í leikmanninn.
Var tilboð KR samþykkt?
„Það eru bara samningaviðræður í gangi. Á meðan það er ekki búið að skrifa undir neitt, þá er staðan þannig. Við erum bara ræða saman og erum vongóðir um að ná samkomulagi."
KR var í síðustu viku orðað við Jón Daða Böðvarsson og var Óskar einnig spurður út í hann.
„Það er ekkert komið í ljós hvaða framtíðarplön hann er með. Það er best að hann svari því sjálfur. Við hefðum auðvitað áhuga á því að fá hann, það er klárt," segir Óskar.
Athugasemdir