Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   fim 09. september 2021 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
20 góðar mínútur af 270 - „Einhvers konar strá til að halda í"
Icelandair
Í leiknum gegn Norður-Makedóníu.
Í leiknum gegn Norður-Makedóníu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leiknum í gær.
Úr leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í gær lauk þriggja leikja landsleikjaglugga íslenska landsliðsins þegar liðið lá 0-4 gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli. Áður hafði liðið tapað gegn Rúmeníu og gert 2-2 jafntefli gegn Norður-Makedóníu. Ísland kom til baka undir lokin gegn Norður-Makedóníu og skoraði tvö mörk til að jafna leikinn.

Rætt var um þetta landsliðsverkefni í Innkastinu. Þar fóru þeir Elvar Geir Magnússon, Gunnar Birgisson og Tómas Þór Þórðarson yfir málin.

„Má ekki segja að þetta hafi verið þungur landsleikjagluggi?" sagði Elvar.

„Jú einhvern veginn allt við hann, bæði stemningin í kringum hann og frammistaðan heilt yfir. Eigum við ekki að segja að við eigum 20 góðar mínútur af 270," sagði Gunnar.

„Á móti ömurlegu liði Norður-Makedóníu. Þetta er ekki einu sinni til að hrópa húrra fyrir eða standa upp og klappa. Ég veit að þetta var einhvers konar haldreipi, einhvers konar strá til að reyna halda í á meðan við virðumst vera falla fram af bjargsbrúninni akkúrat í þessum 270 mínútum."

„Það að við náðum Norður-Makedóníu sagði miklu meira um gæði þess liðs og hversu mikið þeir voru búnir. Að fara klappa sér á bakið fyrir að hafa sýnt einhvern karakter, þeir bara gátu ekki neitt og við spiluðum ágætis bolta í 20 mínútur og fengum eitt stig út úr þeim á móti skelfilegu liði."


Ísland er sjö stigum frá 2. sæti riðilsins, liðið í því sæti að lokinni riðlakeppni fer í umspil um sæti á HM. Armenía og Liechtenstein gerðu óvænt jafntefli í gær og þá gerðu Rúmenía og Norður-Makedónía einnig jafntefli. Fjórar umferðir eru eftir af riðlakeppninni.

„Það sem er mest svekkjandi við þetta er að það þarf rosalega lítið að breytast, bara það að vinna Norður-Makedóníu hefði strax komið okkur aðeins nær. Við eigum Armeníu í næsta glugga. Það er þetta ef og hefði," sagði Gunnar.

Þáttinn má nálgast hér að neðan.
Innkastið - Löng og ströng leið upp fjallið aftur
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner