Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
   fös 09. september 2022 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaravöllum
Besta tímabil Þórdísar á ferlinum? - „Það er að sýna sig núna"
Kvenaboltinn
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir.
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir átti stórleik í 6-0 sigri Vals gegn KR í Bestu deild kvenna í kvöld. Hún skoraði eitt mark og lagði upp þrjú ofan á það. Hún ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn.

Lestu um leikinn: KR 0 -  6 Valur

Það var mikil rigning og völlurinn því mjög blautur.

„Þetta var áhugavert, það var mikið af pollum sem stoppaði boltann og hægði á spilinu. VIð létum það ekki hafa áhrif á okkur og náðum að halda honum ágætlega miðað við aðstæður og kláruðum færin okkar," sagði Þórdís um aðstæðurnar.

Hún var mjög ánægð með frammistöðuna í kvöld. „Ég er mjög ánægð með hana og frammistöðuna hjá stelpunum."

Þetta var fyrsti leikurinn eftir landsleikjahlé en það var fámennt en góðmennt á æfingum liðsins síðustu daga. „Við náðum einni æfingu allar saman. Það eru mikil gæði í hópnum, þó það vanti þá koma bara aðrar inn, bara góðar æfingar."

Þórdís hefur átt mjög tímabil heilt yfir. Er þetta eitt af hennar betri tímabilum? „Já, klárlega. Ég er mjög ánægð með mitt sumar en það er nóg eftir og ég held áfram. Ef ég næ að hjálpa liðinu þá er ég ánægð. Ég hef fengið traustið og þegar ég fæ traustið þá sýni ég hvað ég get. Það er að sýna sig núna."

Hún er að einbeita sér að því að hjálpa Val áfram en allt viðtalið er hér að ofan.
Athugasemdir
banner