Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
   fös 09. september 2022 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaravöllum
Besta tímabil Þórdísar á ferlinum? - „Það er að sýna sig núna"
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir.
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir átti stórleik í 6-0 sigri Vals gegn KR í Bestu deild kvenna í kvöld. Hún skoraði eitt mark og lagði upp þrjú ofan á það. Hún ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn.

Lestu um leikinn: KR 0 -  6 Valur

Það var mikil rigning og völlurinn því mjög blautur.

„Þetta var áhugavert, það var mikið af pollum sem stoppaði boltann og hægði á spilinu. VIð létum það ekki hafa áhrif á okkur og náðum að halda honum ágætlega miðað við aðstæður og kláruðum færin okkar," sagði Þórdís um aðstæðurnar.

Hún var mjög ánægð með frammistöðuna í kvöld. „Ég er mjög ánægð með hana og frammistöðuna hjá stelpunum."

Þetta var fyrsti leikurinn eftir landsleikjahlé en það var fámennt en góðmennt á æfingum liðsins síðustu daga. „Við náðum einni æfingu allar saman. Það eru mikil gæði í hópnum, þó það vanti þá koma bara aðrar inn, bara góðar æfingar."

Þórdís hefur átt mjög tímabil heilt yfir. Er þetta eitt af hennar betri tímabilum? „Já, klárlega. Ég er mjög ánægð með mitt sumar en það er nóg eftir og ég held áfram. Ef ég næ að hjálpa liðinu þá er ég ánægð. Ég hef fengið traustið og þegar ég fæ traustið þá sýni ég hvað ég get. Það er að sýna sig núna."

Hún er að einbeita sér að því að hjálpa Val áfram en allt viðtalið er hér að ofan.
Athugasemdir
banner