Man Utd hefur mikinn áhuga á Kvaratskhelia - Man Utd fylgdist með þremur leikmönnum Sporting - Arsenal fylgist með Retegui
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
banner
   fös 09. september 2022 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaravöllum
Besta tímabil Þórdísar á ferlinum? - „Það er að sýna sig núna"
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir.
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir átti stórleik í 6-0 sigri Vals gegn KR í Bestu deild kvenna í kvöld. Hún skoraði eitt mark og lagði upp þrjú ofan á það. Hún ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn.

Lestu um leikinn: KR 0 -  6 Valur

Það var mikil rigning og völlurinn því mjög blautur.

„Þetta var áhugavert, það var mikið af pollum sem stoppaði boltann og hægði á spilinu. VIð létum það ekki hafa áhrif á okkur og náðum að halda honum ágætlega miðað við aðstæður og kláruðum færin okkar," sagði Þórdís um aðstæðurnar.

Hún var mjög ánægð með frammistöðuna í kvöld. „Ég er mjög ánægð með hana og frammistöðuna hjá stelpunum."

Þetta var fyrsti leikurinn eftir landsleikjahlé en það var fámennt en góðmennt á æfingum liðsins síðustu daga. „Við náðum einni æfingu allar saman. Það eru mikil gæði í hópnum, þó það vanti þá koma bara aðrar inn, bara góðar æfingar."

Þórdís hefur átt mjög tímabil heilt yfir. Er þetta eitt af hennar betri tímabilum? „Já, klárlega. Ég er mjög ánægð með mitt sumar en það er nóg eftir og ég held áfram. Ef ég næ að hjálpa liðinu þá er ég ánægð. Ég hef fengið traustið og þegar ég fæ traustið þá sýni ég hvað ég get. Það er að sýna sig núna."

Hún er að einbeita sér að því að hjálpa Val áfram en allt viðtalið er hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner