Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   fös 09. september 2022 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaravöllum
Besta tímabil Þórdísar á ferlinum? - „Það er að sýna sig núna"
Kvenaboltinn
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir.
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir átti stórleik í 6-0 sigri Vals gegn KR í Bestu deild kvenna í kvöld. Hún skoraði eitt mark og lagði upp þrjú ofan á það. Hún ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn.

Lestu um leikinn: KR 0 -  6 Valur

Það var mikil rigning og völlurinn því mjög blautur.

„Þetta var áhugavert, það var mikið af pollum sem stoppaði boltann og hægði á spilinu. VIð létum það ekki hafa áhrif á okkur og náðum að halda honum ágætlega miðað við aðstæður og kláruðum færin okkar," sagði Þórdís um aðstæðurnar.

Hún var mjög ánægð með frammistöðuna í kvöld. „Ég er mjög ánægð með hana og frammistöðuna hjá stelpunum."

Þetta var fyrsti leikurinn eftir landsleikjahlé en það var fámennt en góðmennt á æfingum liðsins síðustu daga. „Við náðum einni æfingu allar saman. Það eru mikil gæði í hópnum, þó það vanti þá koma bara aðrar inn, bara góðar æfingar."

Þórdís hefur átt mjög tímabil heilt yfir. Er þetta eitt af hennar betri tímabilum? „Já, klárlega. Ég er mjög ánægð með mitt sumar en það er nóg eftir og ég held áfram. Ef ég næ að hjálpa liðinu þá er ég ánægð. Ég hef fengið traustið og þegar ég fæ traustið þá sýni ég hvað ég get. Það er að sýna sig núna."

Hún er að einbeita sér að því að hjálpa Val áfram en allt viðtalið er hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner