Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
banner
   fös 09. september 2022 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaravöllum
Besta tímabil Þórdísar á ferlinum? - „Það er að sýna sig núna"
Kvenaboltinn
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir.
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir átti stórleik í 6-0 sigri Vals gegn KR í Bestu deild kvenna í kvöld. Hún skoraði eitt mark og lagði upp þrjú ofan á það. Hún ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn.

Lestu um leikinn: KR 0 -  6 Valur

Það var mikil rigning og völlurinn því mjög blautur.

„Þetta var áhugavert, það var mikið af pollum sem stoppaði boltann og hægði á spilinu. VIð létum það ekki hafa áhrif á okkur og náðum að halda honum ágætlega miðað við aðstæður og kláruðum færin okkar," sagði Þórdís um aðstæðurnar.

Hún var mjög ánægð með frammistöðuna í kvöld. „Ég er mjög ánægð með hana og frammistöðuna hjá stelpunum."

Þetta var fyrsti leikurinn eftir landsleikjahlé en það var fámennt en góðmennt á æfingum liðsins síðustu daga. „Við náðum einni æfingu allar saman. Það eru mikil gæði í hópnum, þó það vanti þá koma bara aðrar inn, bara góðar æfingar."

Þórdís hefur átt mjög tímabil heilt yfir. Er þetta eitt af hennar betri tímabilum? „Já, klárlega. Ég er mjög ánægð með mitt sumar en það er nóg eftir og ég held áfram. Ef ég næ að hjálpa liðinu þá er ég ánægð. Ég hef fengið traustið og þegar ég fæ traustið þá sýni ég hvað ég get. Það er að sýna sig núna."

Hún er að einbeita sér að því að hjálpa Val áfram en allt viðtalið er hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner