Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 09. október 2019 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Berbatov: Messi og Ronaldo ættu báðir að vinna Ballon d'Or
Dimitar Berbatov er með lausnina
Dimitar Berbatov er með lausnina
Mynd: Getty Images
Búlgarska goðsögnin Dimitar Berbatov er á þeirri skoðun að Cristiano Ronaldo og Lionel Messi ættu báðir að fá Ballon d'Or verðlaunin á hverju ári í stað þess að reyna að bera þá saman.

Ronaldo og Messi hafa skipst á því að vinna verðlaunin sem besti leikmaður heims í rúman áratug. Blaðamenn elska að bera þá saman en Berbatov telur að það sé afar erfitt að bera þá tvo saman.

Berbatov lék með Ronaldo hjá Manchester United og hefur spilað gegn Messi en hann er með lausnina við vandamálinu.

„Ronaldo gegn Messi, hvernig er hægt að aðskilja þá? Mér finnst að þeir ættu alltaf báðir að fá þessi verðlaun. Það er ekki hægt að segja að annar sé betri en inn," sagði Dimitar Berbatov.

„Ronaldo vill öll verðlaun því hann er með svo mikinn metnað og vill slá öll met. Messi sýnir það ekki en þegar hann er heima hjá sér þá er hann örugglega að hugsa um að vilja slátra öllum. Þegar þú ert góður og veist að þú ert góður, af hverju ættir þú að forðast það?"

„Ég ber ómælda virðingu fyrir því langlífi Ronaldo í boltanum. Hann er 34 ára gamall og er aðalmaðurinn í Juventus eftir að hafa spilað á Englandi og Spáni og nú Ítalíu. Hann hefur gert vel í öllum deildum."

„Sjáið formið á honum og hvernig hann undirbýr sig. Hann er með öll verkfærin til þess að halda sér í standi að eilífu. Hann getur haldið sér ungum í gegnum sálina."


Hann talaði einnig um Zlatan Ibrahimovic hjá Los Angeles Galaxy í MLS-deildinni en hann er 38 ára eins og Berbatov. Hann skilur ekkert í því hvernig hann heldur sér í frábæru formi.

„Sjáið svo Ibrahimovic. Ég veit að MLS-deildin er ekki það sama og England eða Ítalía, skiptir ekki samt ekki öllu máli. Ég er 38 ára og ég vakna á hverjum morgni með verki út um allt. Ég horfi svo á Ibra og hugsa hvað í andskotanum er í gangi? Kannski er hann með eitthvað sem ég er ekki með og það er ástæðan fyrir því að hann er enn að spila," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner