Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   mið 09. október 2019 09:00
Sverrir Örn Einarsson
Hannes: Allt hægt á þessum heimavelli okkar
Icelandair
Hannes í leiknum gegn Frökkum í mars síðastliðnum.
Hannes í leiknum gegn Frökkum í mars síðastliðnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður Íslands, segir að íslenska liðið muni leggja allt í sölurnar gegn heimsmeisturum Frakka á föstudagskvöld.

„Þetta verður erfitt. Þetta eru heimsmeistararnir. Þeir eru frábærir og augljóslega sigurstranglegri fyrir þennan leik. Við höfum áður spilað á móti liðum sem eru augljóslega sigurstranglegri og við höfum staðið uppi sem sigurvegarar," sagði Hannes við Fótbolta.net í dag.

„Við reynum að hámarka möguleikana okkar á að ná í úrslit og helst vinna leikinn. Það er allt hægt á þessum heimavelli okkar ef við fáum stuðninginn með okkur og stemningu."

Orðrómur er um að Guðmundur Hreiðarsson, fyrrum markmannsþjálfari Vals, verði nýr markmannsþjálfari Hannesar hjá Val. Hvernig líst honum á það ef af verður?

„Það yrði bara flott. Gummi Hreiðars er frábær markmannsþjálfari og við störfuðum saman í langan tíma. Það yrði bara gaman. Ég er bara að fókus á þennan leik og landsliðsverkefnið núna. Við tökum þá umræðu síðar."

Hér að ofan má sá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner