Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 09. október 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Zlatan um framtíðina: Ég er samningslaus í desember
Zlatan Ibrahimovic
Zlatan Ibrahimovic
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic, framherji Los Angeles Galaxy í MLS-deildinni, segist ekki vera búinn að ákveða framtíð sína en samningur hans rennur út í desember.

Zlatan er kominn með 30 mörk á tímabilinu með Galaxy en liðið mun leika við Minnesota United í umspili í lok október.

Sænski framherjinn verður samningslaus eftir tímabilið en hann hefur verið orðaður við Seríu A á Ítalíu.

Milan, Inter og Juventus eru öll sögð áhugasöm og hefur hann sjálfur mikinn áhuga á að snúa aftur í deildina.

„Alveg 100 prósent. Ég veit að ég gæti reynst mikilvægur þar, bæði á Ítalíu og í öðrum löndum. Ég myndi standa mig betur en allir leikmennirnir þarna. Ég verð samningslaus í desember og veit ekki hvað gerist eftir það," sagði Zlatan í gær.
Athugasemdir
banner
banner