Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   fös 09. október 2020 11:00
Magnús Már Einarsson
Gylfi í öðru sæti yfir bestu leikmenn kvöldsins
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins, var næstbesti maðurinn í leikjunum í umspili fyrir EM í gærkvöldi samkvæmt tölfræði UEFA.

Gylfi skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri á Rúmenum.

Sergej Milinkovic-Savic, miðjumaður Serbíu, var besti maður kvöldsins samkvæmt tölfræðiþáttunum.

Milinkovic-Savic skoraði bæði mörk Serba í 2-1 útisigri gegn Norðmönnum í umspilinu.

Hér má sjá bestu leikmenn kvöldsins en Andrei Burca, varnarmaður Rúmeníu, var í fjórða sætinu. Hann fékk vítaspyrnu Rúmena í leiknum.


Athugasemdir
banner
banner