Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 09. október 2021 17:33
Victor Pálsson
Eina slæma við Manchester er veðrið
Mynd: EPA
Það eina slæma við Manchester borg er veðrið að sögn framherjans Ferran Torres sem er orðaður við Barcelona þessa dagana.

Þessi 21 árs gamli leikmaður var spurður út í þessar sögusagnir í gær en hann virðist vera mjög sáttur á mála hjá Manchester City.

Barcelona er sagt skoða það að fá Torres í sínar raðir á næsta ári en hann er spænskur og var áður hjá Valencia.

Torres er þó afar sáttur í Manchester en viðurkennir að veðrið í borginni sé ekki alltaf upp á tíu.

„Það eru alltaf sögusagnir þarna úti, þúsund af þeim spretta upp á hverjum einasta degi,“ sagði Torres.

„Ég nýt þess að vera úti og skoða Manchester, það er mikið að gera í þessari borg. Það eina slæma sem ég myndi nefna er veðrið!“

Torres hefur s korað 16 mörk í 43 leikjum fyrir Man City og 12 mörk í 21 leik fyrir Spán.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner