Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 09. október 2021 20:39
Victor Pálsson
Undankeppni HM: Öruggt hjá Englandi - Frábær sigur Albaníu
Mynd: Getty Images
Eins og búist var við þá var enska landsliðið í engum vandræðum með Andorra í kvöld en leikið var í undankeppni HM.

Það voru í raun engar líkur á að England myndi ekki vinna þennan leik en Andorra er ekki með gott landslið á heimsmælikvarða.

England skoraði fimm mörk í þessum leik en Ben Chilwell og Bukayo Saka gerðu fyrstu tvö í fyrri hálfleik.

Þeir Tammy Abraham, James Ward-Prowse og Jack Grealish bættu svo við þremur mörkum í seinni hálfleik í sannfærandi sigri þeirra hvítklæddu.

England er á toppi I riðils með 19 stig en í öðru sæti er Albanía sem vann virkilega góðan útisigur á sama tíma.

Albanía vann Ungverjaland með einu marki gegn engu og var að vinna sinn annan leik gegn Ungverjum í riðlakeppninni.

Albanir eru á undan Pólverjum í riðlinum og eru með 15 stig í öðru sæti. Pólland valtaði yfir San Marino á sama tíma og er með 14 stig í þriðja sætinu.

Hér má sjá úrslit kvöldsins.

Andorra 0 - 5 England
0-1 Ben Chilwell ('17 )
0-2 Bukayo Saka ('40 )
0-3 Tammy Abraham ('59 )
0-4 James Ward-Prowse ('79 )
0-5 Jack Grealish ('86 )

Hungary 0 - 1 Albania
0-1 Armando Broja ('80 )

Poland 5 - 0 San Marino
1-0 Karol Swiderski ('10 )
2-0 Cristian Brolli ('20 , sjálfsmark)
3-0 Tomasz Kedziora ('50 )
4-0 Adam Buksa ('84 )
5-0 Krzysztof Piatek ('90 )

Faroe Islandes 0 - 2 Austria
0-1 Konrad Laimer ('26 )
0-2 Marcel Sabitzer ('48 )

Moldova 0 - 4 Denmark
0-1 Andreas Olsen ('23 )
0-2 Simon Kjaer ('34 )
0-3 Christian Norgaard ('39 )
0-4 Joakim Maehle ('44 )

Switzerland 2 - 0 Northern Ireland
1-0 Steven Zuber ('45 )
2-0 Christian Fassnacht ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner