Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, valdi í dag landsliðshóp fyrir tvo vináttulandsleiki gegn Bandaríkjunum seinna í þessum mánuði.
Sex leikmenn í hópnum skiptu um félag erlendis í sumar og er landsliðsþjálfarinn ánægður með það hvernig það hefur gengið upp.
Sex leikmenn í hópnum skiptu um félag erlendis í sumar og er landsliðsþjálfarinn ánægður með það hvernig það hefur gengið upp.
Amanda Andradóttir fór til Twente í Hollandi, Cecilía Rán Rúnarsdóttir fór til Inter á Ítalíu, Hildur Antonsdóttir til Madríd á Spáni, Ingibjörg Sigurðardóttir til Bröndby í Danmörku, Natasha Anasi í Val og Selma Sól Magnúsdóttir til Rosenborg í Noregi.
„Mér finnst þetta hafa tekist vel til hjá þeim. Þær eru að spila allar. Amanda spilaði til dæmis 80 mínútur í gær. Það var jákvætt að sjá það," sagði Þorsteinn.
„Þær eru allar að spila töluvert mikið og maður vill sjá það þegar leikmenn eru að skipta um félag. Auðvitað vilja leikmenn alltaf taka skref upp á við og þá getur það verið þannig að þær eru inn og út úr liði, en heilt yfir hefur þetta gengið vel."
Leikirnir gegn Ólympíumeisturunum fara fram 24. október (Austin, Texas) og 27. október (Nashville, Tennessee).
Athugasemdir