Leikmaður Bournemouth orðaður við Liverpool - De Bruyne til Sádi - Fer Trent á frjálsri sölu?
   mið 09. október 2024 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimir Hallgríms: Erfitt að verja svona litlum tíma saman
Heimir stýrir Írlandi í þriðja og fjórða sinn í landsleikjahlénu.
Heimir stýrir Írlandi í þriðja og fjórða sinn í landsleikjahlénu.
Mynd: Getty Images
Heimir Hallgrímsson er að gera sitt besta til að snúa slakri byrjun sinni við stjórn írska landsliðsins við hið snarasta.

Írar töpuðu heimaleikjum gegn Englandi og Grikklandi í B-deild Þjóðadeildarinnar í síðasta landsleikjahléi og þurfa sigra í næstu leikjum.

Lærisveinar Heimis heimsækja Finnland annað kvöld og ferðast svo til Grikklands til að spila aftur á sunnudagskvöldið.

Írar æfðu snemma í morgun í Finnlandi og eru í fríi í kvöld, sem er ákvörðun sem var tekin af Heimi. Hefðin hjá Írum er að eiga lokaæfinguna 24 tímum fyrir leik.

„Þetta er leið sem ég kýs að fara frekar. Núna geta leikmenn hvílt sig og hugað að sínum hlutum án þess að þurfa að hugsa um æfingu í kvöld. Við erum búnir að æfa og erum tilbúnir í leikinn," sagði Heimir í dag.

„Það er erfitt að vera landsliðsþjálfari. Leikmenn spila í deildum á sunnudegi og ferðast svo á mánudegi. Þannig í gær var eina æfingin sem við fengum saman áður en við æfðum aftur í morgun. Það er erfitt að vera búnir að verja svona litlum tíma saman."


Athugasemdir
banner
banner
banner