De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   fös 09. nóvember 2018 14:19
Magnús Már Einarsson
Hamren um þá ungu: Kannski spila þeir gegn Belgíu
Icelandair
Erik Hamren.
Erik Hamren.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Sem þjálfari viltu hafa alla leikmenn heila til að geta valið úr öllum. Þetta er ekki gott. Ég vorkenni líka leikmönnunum sem eru meiddir," sagði Erik Hamren landsliðsþjálfari eftir að hann valdi leikmannahópinn sem mætir Belgíu og Katar.

Ragnar Sigurðsson, Björn Bergmann Sigurðarson, Emil Hallfreðsson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Rúnar Már Sigurjónsson og Jón Daði Böðvarsson eru allir fjarri góðu gamni að þessu sinni vegna meiðsla.

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, kemur hins vegar inn í hópinn á nýjan leik.

„Ég hlakka mikið til að sjá hann. Ég hef séð hann spila og hef mætt honum þegar ég var með sænska landsiðið. Ég þekki hæfileika hans og veit hversu mikilvægur hann er fyrirliði sem leikmaður og fyrirliði. Ég hlakka til að fá hann aftur og byrja að vinna með honum," Sagði Hamren.

Aðspurður hvort ungu leikmennirnir Jón Dagur Þorsteinsson, Albert Guðmundsson og Arnór Sigurðsson komi til með að spila í vináttuleiknum gegn Katar sagði Hamren: „Við sjáum til. Kannski spila þeir gegn Belgíu. Ég hef ekki tilkynnt byrjunarliðið. Ég mun ekki gera það strax."

„Við einbeitum okkur fyrst að Belgíu og skoðum síðan hvaða leikmenn eru tilbúnir að spila gegn Katar og passa best til að finna þann leik. Við eigum tvo möguleika til að vinna leik árið 2018 og ég vil að við nýtum það."


Sjá einnig:
Hamren: Kolbeinn þarf að fara að spila til að halda sæti sínu

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner