Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 09. nóvember 2020 09:23
Magnús Már Einarsson
Solskjær ennþá með stuðning leikmanna
Powerade
Ole Gunnar Solskjær
Ole Gunnar Solskjær
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru með ýmsar kjaftasögur í dag. Skoðum þær.



Antonio Conte, fyrrum stjóri Chelsea, ætlar að fá N'Golo Kante til Inter næsta sumar. Real Madrid vill líka fá Kante. (Sun)

Memphish Depay (26) er ósáttur hjá Lyon og hann gæti farið til Barcelona. (Sun)

AC Milan gæti keypt bakvörðinn Diogo Dalot (21) þegar lánssamningur hans frá Manchester United rennur út. (Tuttosport)

Phil Foden (20), miðjumaður Manchester City, er að gera nýjan samning sem mun þrefalda laun hans. (Star)

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur ennþá stuðning leikmanna þrátt fyrir misjafnt gengi að undanförnu. (Mirror)

Granit Xhaka (28) segir að hjartað hafi verið farið hjá Arsenal áður en Mikel Arteta tók við af Unai Emery. (Mirror)

Pierre-Emile Hojbjerg (25), miðjumaður Tottenham, er einn af þeim leikmönnum sem gætu misst af leik Danmerkur gegn Íslandi. Hojberg fer líklega ekki í landsleikinn vegna þess hversu harðar reglur eru í Danmörku þessa dagana vegna kórónuveirunnar. (Evening Standard)

Leikur Liverpool og Midtjylland í Meistaradeildinni fer mögulega ekki fram í Danmörku í næsta mánuði af sömu ástæðum. (Liverpool Echo)

Sergio Romero (33), markvörður Manchester United, æfir einn þessa dagana en hann vill fara frítt frá félaginu í janúar. (Sun)

Martin Keown, fyrrum varnarmaður Arsenal, vill sjá Joe Willock (21) fara á lán til að öðlast meiri reynslu. (Independent)

Louis Saha, fyrrum framherji Manchester United, segir að félagið þurfi fleiri leikmenn eins og Bruno Fernandes til að geta barist um titilinn. (Mirror)

Samuel Eto´o er á batavegi eftir að hafa lent í bílslysi í heimalandi sínu Kamerún. (Star)
Athugasemdir
banner
banner
banner