Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   fös 09. desember 2022 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alsíringurinn Mahrez stoltur af árangri Marokkó
Mahrez í leik með Alsír
Mahrez í leik með Alsír
Mynd: EPA

Marokkó er fjórða Afríkuþjóðin til að komast í átta liða úrslit á HM og fyrsta Arabíulandið til þess. Þeir geta orðið fyrsta Afríkuþjóðin til að komast í undanúrslit.


Alsíringurinn Riyad Mahrez er ánægður að sjá Arabíuland ná þetta langt á HM.

„Auðvitað er gott að sjá þetta lið gera svona vel á stóra sviðinu eins og HM er. Ég er mjög stoltur og ánægður," sagði Mahrez sem er fyrirliði Alsír og var hluti af liðinu sem vann Afríkukeppina árið 2019.

Marokkó mætir Portúgal í 8-liða úrslitum annað kvöld.


Athugasemdir
banner