Gyökeres í forgangi hjá Arsenal - Sargent orðaður við Brentford - City og Dortmund hafa áhuga á Camarda
   lau 09. desember 2023 17:38
Brynjar Ingi Erluson
Engin óskarsverðlauna frammistaða - „Spiluðum ótrúlega illa í 76 mínútur“
Jürgen Klopp og hetjan, Harvey Elliott
Jürgen Klopp og hetjan, Harvey Elliott
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, var ekkert í skýjunum með frammistöðuna í 2-1 sigrinum á Crystal Palace á Selhurst Park í dag, en var ánægður að geta sótt stigin þrjú.

Frammistaða Liverpool í leiknum var arfaslök framan af og var það ekki fyrr en Jordan Ayew fékk að líta sitt annað gula spjald sem Liverpool-vélin fór að malla.

Mohamed Salah jafnaði skömmu síðar og gerði Harvey Elliott þá sigurmarkið undir lokin.

„Við spiluðum ótrúlega illa í 76 mínútur. Við komum hingað og það var hægt að sjá óöryggið hjá Crystal Palace í byrjun. Það vantaði sjálfstraust og mér fannst við geta gert svo margt, en gerðum það ekki,“ sagði Klopp.

„Við vitum hvað getur gerst af og til eftir erilsamar vikur. Þá geta fyrri hálfleikirnir verið snúnir, en augljóslega vildum við gera betur í síðari. Mér fannst við ná betri stjórn því þeir beittu bara skyndisóknum, sem er í sjálfu sér fínt fyrir þá, en við töpuðum boltanum í augnablik og þurftum að leggja okkur alla fram í varnarleiknum.“

„Þeir fá rautt spjald og við jöfnum strax. Frá því augnabliki fannst mér við spila vel. Maður getur lent í meiri vandræðum gegn tíu leikmönnum og við sáum það í dag, en varamennirnir geta skipt sköpum.“

„Harvey spilaði frábæran leik og skoraði frábært mark. Curtis og Gomez komu inn og bara guð minn góður. Cody og svo er ég búinn að gleyma hverja fleiri við settum inn á, en við breyttum leikkerfinu.

„Ég sagði við strákana að þetta væri fyrsti leikurinn þar sem ég hef séð einhvern spila eins illa og við gerðum í 76 mínútur en samt náð að vinna.“


Liverpool er á toppnum með 37 stig en Klopp segir mikilvægt að komast í gegnum jólatörnina.

„Eins og ég sagði eftir leikinn gegn Sheffield United, þá verðum við að komast í gegnum þennan tíma ársins. Við þurfum úrslit og það er enginn að fara fá óskarsverðlaun eða hægt að titla þetta sem besta fótboltaleik sögunnar. Þetta snýst um þrjú stig, sem við fengum og við erum meira en ánægðir með það,“ sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner