Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   mán 09. desember 2024 22:15
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Rodríguez skaut Getafe úr fallsæti
Mynd: EPA
Getafe 1 - 0 Espanyol
1-0 Alvaro Rodriguez ('8)

Getafe og Espanyol áttust við í eina leik kvöldsins í efstu deild spænska boltans og var um mikilvægan slag að ræða í fallbaráttunni, þar sem bæði lið áttu 13 stig.

Heimamenn í Getafe tóku forystuna snemma leiks þegar hinn efnilegi Álvaro Rodríguez skoraði með frábærum skalla eftir fyrirgjöf frá Luis Milla.

Gestirnir í liði Espanyol voru sterkari aðilinn í leiknum en tókst ekki að skapa mikið af færum. Vörnin hjá Getafe stóð sig vel og hélt út til að sigra 1-0 og tryggja sér dýrmæt stig.

Espanyol er áfram í fallsæti með 13 stig eftir 15 umferðir.

Getafe er með 16 stig eftir 16 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner