Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   þri 10. janúar 2023 10:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Newcastle hendir ansi góðu tilboði á borðið fyrir Moukoko
Enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle - ríkasta félag í heimi - hefur gert ansi gott tilboð í Youssoufa Moukoko, sóknarmann Borussia Dortmund í Þýskalandi.

Þetta kemur fram hjá breska fjölmiðlinum Evening Standard á þessum ágæta þriðjudegi.

Þessi 18 ára gamli leikmaður verður samningslaus næsta sumar og mega félög utan Þýskalands hefja viðræður við hann núna.

Það er talið að Newcastle hafi boðið honum ansi góðan samning sem mun færa honum 150 þúsund pund í vikulaun. Hann kæmi þá til félagsins á frjálsri sölu næsta sumar.

Dortmund er að reyna að endursemja við leikmanninn efnilega, sem spilaði með Þýskalandi á HM í Katar, en það gengur erfiðlega.

Moukoko hefur skorað sex mörk í 22 keppnisleikjum á þessari leiktíð en hann hefur einnig verið orðaður við Barcelona, Chelsea og Manchester United.
Athugasemdir
banner