Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   fös 10. janúar 2025 20:00
Elvar Geir Magnússon
Verður fyrsti leikur Benonýs Breka gegn Palace?
Benoný Breki Andrésson.
Benoný Breki Andrésson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Benoný Breki Andrésson hefur hafið æfingar með Stockport County og mögulega verður hans fyrsti leikur fyrir félagið á sunnudaginn, þegar liðið heimsækir úrvalsdeildarliðinu Crystal Palace í FA-bikarnum.

Benoný er 19 ára sóknarmaður og var í sumar markakóngur Bestu deildarinnar þegar hann skoraði 21 mark í 26 leikjum fyrir KR og setti markamet í Bestu deildinni.

Hann skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við Stockport City sem er í sjöunda sæti ensku C-deildarinnar, League One. Hann er kominn með leikheimild með liðinu og félagið hefur birt myndir af honum á æfingu liðsins.

Stuðningsmenn Stockport skrifa við færsluna á X og kalla eftir því að Benoný Breki fái sinn fyrsta leik á sunnudaginn.

t
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner