Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   fös 10. janúar 2025 13:10
Elvar Geir Magnússon
Víkingur að kaupa annan færeyskan leikmann
Áki Samuelsen.
Áki Samuelsen.
Mynd: fsf.fo
Sóknarleikmaðurinn Áki Samuelsen virðist á leið til Víkings í Reykjavík en in.fo. Sagt er að HB hafi tekið tilboði félagsins.

Áki er tvítugur, U21 landsliðsmaður Færeyja, og spilar sem sóknarmiðjumaður eða á vængjunum. Hann skoraði 12 mörk í færeysku Betri-deildinni í fyrra.

Hann æfði með norska B-deildarliðinu Ranheim.

Samkvæmt færeyskum fjölmiðlum hljóðaði tilboð Víkings upp á 9,7 milljónir íslenskra króna.

Víkingur hefur staðið sig afskaplega vel í Sambandsdeildinni og er með færeyskan landsliðsmann í sínum röðum, Gunnar Vatnhamar, sem hefur verið einn besti leikmaður liðsins síðustu ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner