Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 10. febrúar 2021 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Brynja Valgeirsdóttir í Hamar (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynja Valgeirsdóttir, uppalinn Selfyssingur sem hefur spilað 81 keppnisleiki fyrir meistaraflokk, er gengin í raðir nágrannaliðsins - Hamars í Hveragerði.

Brynja býr yfir mikilli reynslu og verður gríðarlegur liðsstyrkur fyrir Hvergerðinga sem fékk 14 stig úr 15 leikjum í 2. deild í fyrra.

Brynja er 27 ára varnarmaður og er mikilvægur liður í flottu starfi kvennadeildar Hamars sem var stofnuð fyrir síðustu leiktíð.

Brynja hefur orðið bikarmeistari með Selfoss og býr yfir reynslu úr efstu og næstefstu deild.
Athugasemdir
banner
banner