Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 10. febrúar 2021 21:02
Ívan Guðjón Baldursson
England: Harder gerði gæfumuninn gegn Arsenal
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Chelsea 3 - 0 Arsenal
1-0 Pernille Harder ('48)
2-0 Pernille Harder ('58)
3-0 Fran Kirby ('91)

Stjörnum prýtt lið Chelsea trónir á toppi ofurdeildar kvenna eftir frábæran sigur gegn Arsenal í kvöld.

Staðan var markalaus eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik en gæðin í liði Chelsea skinu í gegn eftir leikhlé.

Danska stórstjarnan Pernille Harder skoraði tvennu á tíu mínútna kafla í upphafi síðari hálfleiks. Francesca Kirby lagði bæði mörkin upp.

Arsenal reyndi að svara fyrir sig en boltinn rataði ekki í netið og innsiglaði Fran Kirby sigurinn með marki í uppbótartíma, eftir stoðsendingu frá Bethany England.

Chelsea er með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar, með 35 stig eftir 14 umferðir. Arsenal er óvænt í fjórða sæti, með 23 stig og leik til góða.

Brighton 1 - 0 West Ham
1-0 Aileen Whelan ('31)

Brighton vann þá sinn annan leik í röð eftir óvæntan sigur gegn Chelsea í síðustu umferð.

Brighton lagði West Ham að velli og er um miðja deild með 15 stig.

Aileen Whelan gerði eina mark leiksins í fyrri hálfleik.

Birmingham og Aston Villa áttu einnig að spila í kvöld og Tottenham átti þá leik við Bristol City, en þeim hefur verið frestað.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner