Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 10. febrúar 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
„Oft mjög súrt þegar maður þurfti að setjast á bekkinn“
Aron Snær Friðriksson
Aron Snær Friðriksson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Snær Friðriksson gekk á dögunum í raðir Njarðvíkur frá KR, en hann talaði við Fótbolta.net um tímann í Vesturbænum í viðtali sem birtist á vefnum í gær.

Eftir að hafa spilað frábærlega með Fylki í fimm tímabil tók hann skrefið yfir í KR fyrir tveimur árum.

Hann hafði búist við því að fá að marga leiki og fá heilbrigða samkeppni, en það gekk erfiðlega að festa sætið. Hann barðist við Beiti Ólafsson á fyrsta tímabili sínu en síðan fékk KR norskan markvörð í Simon Kjellevold fyrir seinna tímabilið og var spiltími Arons takmarkaður.

„Við getum horft á hann á marga vegu. Frábært fólk þarna og liðið geggjað. Mjög spenntur að sjá hvað það gerir í ár, búið að styrkja það flott og bara spennandi hlutir. KR er flottur klúbbur, en vonbrigði að maður fór þangað til að spila og það gekk misvel, sérstaklega seinna árið.“

„Maður spilar fullt af leikjum og yfirleitt þegar ég var að spila þá gekk okkur mjög vel. Bara rosalega fúlt þegar þú vinnur tvo leiki, svo ertu bekkjaður, kemur aftur og vinnur tvo leiki en aftur bekkjaður. Þetta var bara andlegt, barátta við hausinn að halda sér í fókus, en KR er geggjað félag og maður á marga vini eftir þetta,“
sagði Aron við Fótbolta.net.

Það vekur athygli að Aron hélt hreinu í fjórum af þeim ellefu leikjum sem hann spilaði í Bestu deildinni síðasta sumar og þá vann KR sjö þeirra.

„Sárt og ekki sárt. Þjálfarinn velur liðið á endanum, en það gekk mjög vel þegar ég var í markinu. Það er tölfræði á bakvið það og það var oft mjög súrt þegar maður þurfti að setjast á bekkinn þegar maður hafði unnið einhverja leiki í röð, en þjálfarinn velur liðið,“ sagði Aron.

Hann ræddi við Gregg Ryder, sem var þá nýráðinn þjálfari KR-inga, um framtíðina og komst að þeirri niðurstöðu að best væri fyrir hann að fara annað.

„Ég heyrði í Gregg eða tókum Teams-fund með honum þegar hann var í Danmörku. Mér leið eins og ég væri að fara í það sama aftur, það átti að finna markvörð sem átti að koma í samkeppni og hann talaði um erlendis frá þá. Ég hugsaði breskur markvörður, núna er ég búinn með norskan þjálfara sem fékk sér norskan markvörð og mér leist ekki nógu vel á það. KR er flott félag og allt gott um það að segja,“ sagði Aron enn fremur.
Aron Snær: Bannaði orðin varamarkvörður og samkeppni
Athugasemdir
banner
banner
banner