Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
   lau 10. febrúar 2024 06:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Ótímabær Lengjuspá og formannsframbjóðendurnir mætast á X977 í dag
Guðni, Vignir og Þorvaldur.
Guðni, Vignir og Þorvaldur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net verður á X977 í dag milli 12 og 14. Umsjónarmenn eru Elvar Geir og Tómas Þór.

Í fyrri hluta þáttarins verður ótímabæra Lengjudeildarspáin. Baldvin Már Borgarsson sérfræðingur sér um að spá fyrir um niðurstöðu deildarinnar.

Í seinni hlutanum mæta svo þeir þrír sem boðið hafa sig fram til formanns KSÍ. Guðni Bergsson, Vignir Már Þormóðsson og Þorvaldur Örlygsson mæta í hljóðver og segja frá því af hverju félögin í landinu ættu að gefa þeim atkvæði sín.


Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Hverjir verða Englandsmeistarar?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner