Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
   mán 10. febrúar 2025 12:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Mestu vonbrigðin í dag"
Federico Chiesa.
Federico Chiesa.
Mynd: Getty Images
Federico Chiesa tókst ekki að nýta tækifæri sem hann fékk með Liverpool gegn Plymouth í FA-bikarnum í gær.

Tækifærin hafa verið af skornum skammti fyrir Chiesa á tímabilinu þar sem hann hefur verið í vandræðum með að ná sér alvegum heilum.

Ítalinn, sem var fenginn til Liverpool í sumar, fékk tækifæri gegn Plymouth í gær en átti ekki sinn besta leik. Steve Nicol, fyrrum leikmaður Liverpool, gagnrýndi leikmanninn harðlega eftir leikinn.

„Mestu vonbrigðin í dag? Það var Chiesa," sagði Nicol pirraður eftir leikinn.

„Ég veit að það var ákveðin áhætta þegar þeir fengu hann þar sem hann var búinn að vera meiddur lengi. En miðað við hvað hann er búinn að gera á ferlinum, þá bjóst maður allavega við einhverju í dag. Að hann myndi kannski sýna eitthvað. Við erum að tala um Evrópumeistara hérna."

Tölfræði Chiesa í leiknum var ömurleg og átti hann virkilega slæman dag.
Athugasemdir
banner