Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 10. mars 2023 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danijel Djuric spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Danijel Dejan Djuric.
Danijel Dejan Djuric.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mitoma setur tvennu.
Mitoma setur tvennu.
Mynd: Getty Images
Velkomin á Potter-vagninn!
Velkomin á Potter-vagninn!
Mynd: EPA
Verður Antony á skotskónum annan leikinn í röð?
Verður Antony á skotskónum annan leikinn í röð?
Mynd: Getty Images
Siggi Gunnars var með þrjá rétta þegar hann spáði í leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Ný umferð hefst í hádeginu á morgun og klárast á sunnudag.

Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkinga, ætlar að reyna að ná toppsætinu í spánni af Tedda Ponzu.

Bournemouth 0 - 4 Liverpool (12:30 á morgun)
Bournemouth brotnir eftir að hafa ekki fengið neitt eftir langar 90 mínútur á móti Arsenal. Liverpool í gírnum eftir þennan fræga sigur á móti United. Salah, Salah, Nunez og Gakpo með mörkin. Þeir fara vel peppaðir á Bernabéu en verða jarðaðir þar, því miður.

Everton 1 - 1 Brentford (15:00 á morgun)
Everton á heimavelli, alltaf erfitt. Sean Dyce gírar menn upp í þetta og Demarai Gray skorar en Mikkel Damsgaard jafnar og skorar sitt fyrsta mark fyrir Brentford. Damsgaard er spilari. Sterkt stig fyrir Everton.

Leeds 1 - 2 Brighton (15:00 á morgun)
Minn maður Mitoma skorar tvö. Auðveldur sigur hjá Brighton þar sem þeir yfirspila Leeds og verða 70% með boltann. Leeds klórar eitthvað í bakkann úr horni en ekkert alvarlegt, þeir fara í fallsæti.

Leicester 0 - 3 Chelsea (15:00 á morgun)
Vélin að byrja að malla hjá Potternum og ég er að fara byrja að bjóða fólk velkomið á Potter vagninn. Leikurinn verður yfirspilun frá byrjun til enda. Einn besti leikmaður deildarinnar, João Felix, skorar, Raheem 'the dream' skorar, og King Kai skorar. Ætla síðan að sitja þetta inn hérna svo að hægt sé að grafa þetta upp einhverntímann: Chelsea vinnur Meistaradeildina.

Tottenham 1 - 0 Nottingham Forest (15:00 á morgun)
Verður erfið fæðing, Nottingham þéttir og erfitt að komast í gegnum þá. Kane skorar og sækir punktana þrjá. Mæli ekki með að horfa á þennan leik því þetta verður ekki flugeldasýning.

Crystal Palace 0 - 4 Man City (17:30 á morgun)
Þetta verður göngutúr í garðinum, City að vera City og verður 70% með boltann. Haaland, Foden, Haaland og Grealish skora. Grealish verður með veislu og gefur tvær stoðsendingar eftir að hafa skrifað undir risa samning við Puma. Palace getur ekkert gert á móti City, eins og flest lið.

Fulham 1 - 1 Arsenal (14:00 á sunnudag)
Arsenal misstígur sig á erfiðum Craven Cottage. Ég veit að brósi verður ekki sáttur með þessa spá en svona er þetta. Martinelli skorar og minn maður Mitrovic jafnar. Toppbaráttan verður ennþá skemmtilegri.

Man Utd 4 - 0 Southampton (14:00 á sunnudag)
United ætlar að sýna að Liverpool leikurinn var bara einhver vondur dagur þar sem ekkert gekk upp og þeir vinna, 4-0. Antony skorar annan leikinn í röð og Man Utd menn fara aðeins að peppa hann meira. Rashford með tvö og tekur fagnið sitt í bæði skiptin. Bruno tikkar einu inn.

West Ham 0 - 2 Aston Villa (14:00 á sunnudag)
West Ham er í brasi og eru að sogast nær og nær fallsætunum. Þeir geta fallið en ég held að þeir falla ekki. Everton, Southamton og Bournemouth falla. Buendía skorar og Ollie Watkins líka.

Newcastle 1 - 1 Wolves (16:30 á sunnudag)
Uppahálds leikmaður allra, Anthony Gordon, skorar. Pedro Neto jafnar og þetta endar í steindauðu jafntefli - bæði lið taka eitt stig.

Takk fyrir mig!

Fyrri spámenn:
Teddi Ponza - 8 réttir
Aron Mímir - 7 réttir
Nökkvi Þeyr Þórisson - 7 réttir
Katrín Jakobsdóttir - 6 réttir
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir - 6 réttir
Óskar Smári - 6 réttir
Tómas Þór - 6 réttir
Atli Hrafn - 5 réttir
Hjálmar Stefánsson - 5 réttir
Jón Axel - 5 réttir
Arnar Daði - 5 réttir
Magnús Valur - 5 réttir
Logi Geirsson - 4 réttir
Albert Hafsteins - 4 réttir
Adam Ægir Pálsson - 4 réttir
Magnús Kjartan - 4 réttir
Höskuldur Gunnlaugs - 4 réttir
Ingimar Helgi Finnsson - 4 réttir
Arna Sif - 3 réttir
Viðar Hafsteins - 3 réttir
Albert Hafsteins (2) - 3 réttir
Siggi Gunnars (3 réttir)
Oliver Heiðarsson - 1 réttir
Enski boltinn - Engin vitleysa töluð hjá Djuric bræðrum
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 33 22 8 3 75 32 +43 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 33 12 7 14 46 53 -7 43
12 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
13 Bournemouth 33 11 9 13 48 60 -12 42
14 Crystal Palace 33 9 9 15 42 56 -14 36
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 33 10 8 15 34 48 -14 30
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 33 3 7 23 31 88 -57 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner