Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   fös 10. mars 2023 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Giroud: Alltaf gaman að vinna Tottenham

Olivier Giroud fyrrum leikmaður Arsenal og Chelsea spilar í dag með AC Milan en hann var í liðinu sem sló Tottenham úr leik í Meistaradeildinni í vikunni.


Giroud var eðlilega gríðarlega ánægður með að slá út fyrrum erkifjendur sína.

„Þetta hefur mikla þýðingu fyrir mig, ég fékk góðar móttökur frá stuðningsmönnum hérna en sem fyrrum Arsenal maður er alltaf gaman að vinna gegn Tottenham," sagði Giroud.

Það var frábær stuðningur frá stuðningsmönnunum okkar, það er alltaf frábær tilfinning á Meistaradeildarkvöldum. Ég er næstum 37 ára og ég nýt þess að spila á svona kvöldum. Vildi að ég hefði skorað en svo framarlega sem við förum áfram er það mikilvægasta fyrir mér."


Athugasemdir
banner