lau 10. apríl 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fékk rautt fyrir að skalla eigin liðsfélaga
Stefan Payne.
Stefan Payne.
Mynd: Getty Images
Það gengur hvorki né rekur hjá Grimsby Town í ensku D-deildinni um þessar mundir.

Liðið er í mikilli hættu á að falla niður í efstu utandeildina; Grimsby er á botni deildarinnar, sjö stigum frá öruggu sæti þegar liðið á sex leiki eftir.

Grimsby tapaði í dag 1-0 fyrir Bradford á útivelli en það kom upp mjög áhugavert atvik undir lok fyrri hálfleiks.

Stefan Payne, framherji Grimsby, ákvað þá að skalla samherja sinn, Filipe Morais. Þeir voru eitthvað ósáttir við hvorn annan en dómarinn sá þetta og ákvað að gefa Payne rauða spjaldið, reisupassann.

Grimsby spilaði því seinni hálfleikinn einum færri og náði ekki að jafna metin. „Ófyrirgefanlegt," var skrifað á Twitter-reikning Grimsby í hálfleik.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner