Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   lau 10. apríl 2021 08:30
Victor Pálsson
Juventus mun ræða við Buffon um framlengingu
Juventus mun ræða við markmanninn Gianluigi Buffon um að framlengja samning hans við félagið um eitt ár.

Buffon varð 43 ára gamall fyrr á þessu ári en hann verður samningslaus í sumar og er framhaldið óljóst.

Samkvæmt Tuttosport er Buffon að íhuga að kveðja Juventus í annað sinn og enda ferilinn annars staðar.

Andrea Agnelli, formaður Juventus, mun þó ræða við Buffon og gæti hann endað á að krota undir framlengingu.

Buffon er 43 ára gamall en hann hefur spilað með Juventus frá 2001 fyrir utan eitt tímabil hjá Paris Saint-Germain.

Ítalinn stóð sig frábærlega í vikunni er Juventus vann 2-1 sigur á Napoli.
Athugasemdir