Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 10. apríl 2021 17:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Katar: Al Arabi endaði deildina á sigri
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson spilaði 76 mínútur inn á miðjunni hjá Al Arabi í Katar þegar liðið vann flottan sigur á heimavelli gegn Al Sailiya í lokaumferð deildarinnar í Katar.

Mehrdad Mohammadi frá Íran átti stórleik og skoraði þrennu fyrir Al Arabi í leiknum sem endaði 3-1.

Al Arabi endaði deildina á sigri eftir þrjá tapleiki í röð þar á undan. Al Arabi hafnar í sjöunda sæti með 29 stig úr 22 leikjum.

Heimir Hallgrímsson er þjálfari Al Arabi og í þjálfarateyminu eru tveir Íslendingar; Bjarki Már Ólafsson og Freyr Alexandersson. Heimir hefur stýrt liðinu frá 2018.
Athugasemdir
banner
banner