Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   sun 10. apríl 2022 23:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lewandowski gerir ekkert gagn ef boltinn kemur ekki til hans
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er svekktur að við náðum ekki að skora, svekktur að við vorum rændir marki rétt eftir að seinni hálfleikur hófst og svekktur með frammistöðu okkar í fyrri hálfleik," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir tap gegn Víkingum í Meistarakeppni KSÍ.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 Breiðablik

„Við mættum ekki til leiks. Þegar þú spilar á móti liði eins og Víkingi, þá þarftu að mæta þeim; þú þarft að vera grimmari en þeir, stíga fastar til jarðar og hlaupa meira. Ef þú ert ekki klár í það, þá lendirðu undir. Það var það sem mér fannst gerast í fyrri hálfleik; við vorum langt frá mönnum, ekki tilbúnir til að vinna seinni boltann, hræddir við að spila. Það er lærdómur og eitthvað sem við tökum með okkur áfram í undirbúningi fyrir mótið."

Óskar er ekki með hreinræktaða níu í hópi sínum á þessari stundu. Heur hann áhyggjur af því?

„Það er nú þannig að ef þú skorar mikið af mörkum þá hefurðu engar áhyggjur af því að vera ekki með pjúra senter og þegar þú átt í vandræðum með að opna varnir og ert ekki nógu ákveðinn á síðasta þriðjung, þá viltu kannski hafa senter. Við erum með þann mannskap sem við erum með og vinnum með það sem við höfum."

„Senter breytir ekki þessum leik í kvöld, senter breytir ekki því að fyrri hálfleikurinn var ekki góður. Senter gerir ekkert ef sendingarnar inn í teig eru að koma of snemma og eru ekki nógu góðar. Við gætum verið með Robert Lewandowski inn í boxinu en hann gerir ekkert gagn ef boltinn kemur ekki til hans."

„Það er mikið talað um þetta, menn hafa áhyggjur af þessu. En ég hef sagt að við séum með fullt af góðum sóknarmönnum, menn sem geta leyst margvísleg hlutverk. Ég hef engar áhyggjur af því þó við náðum ekki að skora í kvöld," sagði Óskar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner