Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
   sun 10. apríl 2022 23:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lewandowski gerir ekkert gagn ef boltinn kemur ekki til hans
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er svekktur að við náðum ekki að skora, svekktur að við vorum rændir marki rétt eftir að seinni hálfleikur hófst og svekktur með frammistöðu okkar í fyrri hálfleik," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir tap gegn Víkingum í Meistarakeppni KSÍ.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 Breiðablik

„Við mættum ekki til leiks. Þegar þú spilar á móti liði eins og Víkingi, þá þarftu að mæta þeim; þú þarft að vera grimmari en þeir, stíga fastar til jarðar og hlaupa meira. Ef þú ert ekki klár í það, þá lendirðu undir. Það var það sem mér fannst gerast í fyrri hálfleik; við vorum langt frá mönnum, ekki tilbúnir til að vinna seinni boltann, hræddir við að spila. Það er lærdómur og eitthvað sem við tökum með okkur áfram í undirbúningi fyrir mótið."

Óskar er ekki með hreinræktaða níu í hópi sínum á þessari stundu. Heur hann áhyggjur af því?

„Það er nú þannig að ef þú skorar mikið af mörkum þá hefurðu engar áhyggjur af því að vera ekki með pjúra senter og þegar þú átt í vandræðum með að opna varnir og ert ekki nógu ákveðinn á síðasta þriðjung, þá viltu kannski hafa senter. Við erum með þann mannskap sem við erum með og vinnum með það sem við höfum."

„Senter breytir ekki þessum leik í kvöld, senter breytir ekki því að fyrri hálfleikurinn var ekki góður. Senter gerir ekkert ef sendingarnar inn í teig eru að koma of snemma og eru ekki nógu góðar. Við gætum verið með Robert Lewandowski inn í boxinu en hann gerir ekkert gagn ef boltinn kemur ekki til hans."

„Það er mikið talað um þetta, menn hafa áhyggjur af þessu. En ég hef sagt að við séum með fullt af góðum sóknarmönnum, menn sem geta leyst margvísleg hlutverk. Ég hef engar áhyggjur af því þó við náðum ekki að skora í kvöld," sagði Óskar.
Athugasemdir
banner
banner