Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
   sun 10. apríl 2022 23:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lewandowski gerir ekkert gagn ef boltinn kemur ekki til hans
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er svekktur að við náðum ekki að skora, svekktur að við vorum rændir marki rétt eftir að seinni hálfleikur hófst og svekktur með frammistöðu okkar í fyrri hálfleik," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir tap gegn Víkingum í Meistarakeppni KSÍ.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 Breiðablik

„Við mættum ekki til leiks. Þegar þú spilar á móti liði eins og Víkingi, þá þarftu að mæta þeim; þú þarft að vera grimmari en þeir, stíga fastar til jarðar og hlaupa meira. Ef þú ert ekki klár í það, þá lendirðu undir. Það var það sem mér fannst gerast í fyrri hálfleik; við vorum langt frá mönnum, ekki tilbúnir til að vinna seinni boltann, hræddir við að spila. Það er lærdómur og eitthvað sem við tökum með okkur áfram í undirbúningi fyrir mótið."

Óskar er ekki með hreinræktaða níu í hópi sínum á þessari stundu. Heur hann áhyggjur af því?

„Það er nú þannig að ef þú skorar mikið af mörkum þá hefurðu engar áhyggjur af því að vera ekki með pjúra senter og þegar þú átt í vandræðum með að opna varnir og ert ekki nógu ákveðinn á síðasta þriðjung, þá viltu kannski hafa senter. Við erum með þann mannskap sem við erum með og vinnum með það sem við höfum."

„Senter breytir ekki þessum leik í kvöld, senter breytir ekki því að fyrri hálfleikurinn var ekki góður. Senter gerir ekkert ef sendingarnar inn í teig eru að koma of snemma og eru ekki nógu góðar. Við gætum verið með Robert Lewandowski inn í boxinu en hann gerir ekkert gagn ef boltinn kemur ekki til hans."

„Það er mikið talað um þetta, menn hafa áhyggjur af þessu. En ég hef sagt að við séum með fullt af góðum sóknarmönnum, menn sem geta leyst margvísleg hlutverk. Ég hef engar áhyggjur af því þó við náðum ekki að skora í kvöld," sagði Óskar.
Athugasemdir
banner
banner
banner