Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   sun 10. apríl 2022 23:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lewandowski gerir ekkert gagn ef boltinn kemur ekki til hans
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er svekktur að við náðum ekki að skora, svekktur að við vorum rændir marki rétt eftir að seinni hálfleikur hófst og svekktur með frammistöðu okkar í fyrri hálfleik," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir tap gegn Víkingum í Meistarakeppni KSÍ.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 Breiðablik

„Við mættum ekki til leiks. Þegar þú spilar á móti liði eins og Víkingi, þá þarftu að mæta þeim; þú þarft að vera grimmari en þeir, stíga fastar til jarðar og hlaupa meira. Ef þú ert ekki klár í það, þá lendirðu undir. Það var það sem mér fannst gerast í fyrri hálfleik; við vorum langt frá mönnum, ekki tilbúnir til að vinna seinni boltann, hræddir við að spila. Það er lærdómur og eitthvað sem við tökum með okkur áfram í undirbúningi fyrir mótið."

Óskar er ekki með hreinræktaða níu í hópi sínum á þessari stundu. Heur hann áhyggjur af því?

„Það er nú þannig að ef þú skorar mikið af mörkum þá hefurðu engar áhyggjur af því að vera ekki með pjúra senter og þegar þú átt í vandræðum með að opna varnir og ert ekki nógu ákveðinn á síðasta þriðjung, þá viltu kannski hafa senter. Við erum með þann mannskap sem við erum með og vinnum með það sem við höfum."

„Senter breytir ekki þessum leik í kvöld, senter breytir ekki því að fyrri hálfleikurinn var ekki góður. Senter gerir ekkert ef sendingarnar inn í teig eru að koma of snemma og eru ekki nógu góðar. Við gætum verið með Robert Lewandowski inn í boxinu en hann gerir ekkert gagn ef boltinn kemur ekki til hans."

„Það er mikið talað um þetta, menn hafa áhyggjur af þessu. En ég hef sagt að við séum með fullt af góðum sóknarmönnum, menn sem geta leyst margvísleg hlutverk. Ég hef engar áhyggjur af því þó við náðum ekki að skora í kvöld," sagði Óskar.
Athugasemdir
banner
banner