Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   sun 10. apríl 2022 23:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lewandowski gerir ekkert gagn ef boltinn kemur ekki til hans
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er svekktur að við náðum ekki að skora, svekktur að við vorum rændir marki rétt eftir að seinni hálfleikur hófst og svekktur með frammistöðu okkar í fyrri hálfleik," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir tap gegn Víkingum í Meistarakeppni KSÍ.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 Breiðablik

„Við mættum ekki til leiks. Þegar þú spilar á móti liði eins og Víkingi, þá þarftu að mæta þeim; þú þarft að vera grimmari en þeir, stíga fastar til jarðar og hlaupa meira. Ef þú ert ekki klár í það, þá lendirðu undir. Það var það sem mér fannst gerast í fyrri hálfleik; við vorum langt frá mönnum, ekki tilbúnir til að vinna seinni boltann, hræddir við að spila. Það er lærdómur og eitthvað sem við tökum með okkur áfram í undirbúningi fyrir mótið."

Óskar er ekki með hreinræktaða níu í hópi sínum á þessari stundu. Heur hann áhyggjur af því?

„Það er nú þannig að ef þú skorar mikið af mörkum þá hefurðu engar áhyggjur af því að vera ekki með pjúra senter og þegar þú átt í vandræðum með að opna varnir og ert ekki nógu ákveðinn á síðasta þriðjung, þá viltu kannski hafa senter. Við erum með þann mannskap sem við erum með og vinnum með það sem við höfum."

„Senter breytir ekki þessum leik í kvöld, senter breytir ekki því að fyrri hálfleikurinn var ekki góður. Senter gerir ekkert ef sendingarnar inn í teig eru að koma of snemma og eru ekki nógu góðar. Við gætum verið með Robert Lewandowski inn í boxinu en hann gerir ekkert gagn ef boltinn kemur ekki til hans."

„Það er mikið talað um þetta, menn hafa áhyggjur af þessu. En ég hef sagt að við séum með fullt af góðum sóknarmönnum, menn sem geta leyst margvísleg hlutverk. Ég hef engar áhyggjur af því þó við náðum ekki að skora í kvöld," sagði Óskar.
Athugasemdir
banner
banner