Þýski landsliðsmaðurinn Serge Gnabry mun líklega missa af seinni leika Bayern München gegn Arsenal í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir að hafa meiðst í gær.
Arsenal og Bayern gerðu 2-2 jafntefli á Emirates-leikvanginum í Lundunum í fyrri leik liðanna í gær en Gnabry skoraði fyrra mark Bayern.
Vængmaðurinn, sem var eitt sinn á mála hjá Arsenal, meiddist aftan í læri og gerir Thomas Tuchel, þjálfari Bayern, ráð fyrir því að hann verði ekki með á næstunni.
Þetta er annað áfall fyrir Bayern en Alphonso Davies mun ekki vera með í seinni leiknum þar sem hann tekur út leikbann vegna uppsafnaðra gulra spjalda.
„Því miður er Gnabry aftur frá. Hann fann eitthvað til aftan í læri,“ sagði Tuchel.
Athugasemdir