Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
   mið 10. apríl 2024 16:25
Elvar Geir Magnússon
Völlurinn á floti og leik Rangers frestað
Búið er að fresta leik Dundee og Rangers sem fram átti að fara í skosku úrvalsdeildinni í kvöld. Það hefur hellirignt og pollar myndast á vellinum.

Líklegt er að leikurinn verði færður fram í miðja næstu viku.

Rangers er einu stigi á eftir Celtic á toppi skosku deildarinnar eftir 3-3 jafntefli í svakalegum Glasgow slag um síðustu helgi.

Toppsætið hefði því verið í boði fyrir Rangers í leiknum.
Athugasemdir
banner