Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   fim 10. apríl 2025 14:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vangaveltur
Svona gæti besta lið KA litið út með Römer innanborðs
Mynd: Lyngby
Margir að banka á dyrnar í hægri bakvarðarstöðunni/vængbakverðinum. Hrannar Björn er í liðinu sem sett var saman í dag.
Margir að banka á dyrnar í hægri bakvarðarstöðunni/vængbakverðinum. Hrannar Björn er í liðinu sem sett var saman í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Kaldar kveðjur á Ásgeir.
Kaldar kveðjur á Ásgeir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA var í gærkvöldi orðað sterklega við reynslumikinn danskan miðjumann. Marcel Römer hefur rætt við KA og verður áhugavert að fylgjast með því hvort hann endi hjá bikarmeisturunum.

Römer getur spilað á miðri miðju, djúpur eða sem miðvörður. Fótbolti.net setti saman sterkasta lið KA ef Römer gengur í raðir félagsins. Það er skemmst frá því að segja að Römer, sem á rúmlega 250 leiki í efstu deild Danmerkur, kemst í liðið.

Mynd: Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke

KA er með talsverða breidd í (væng)bakvörðunum og köntunum. Ásgeir Sigurgeirsson, sem var sennilega besti leikmaður KA í leiknum gegn KR, er t.a.m. ekki í þessu liði. Leikmenn eins og Dagur Ingi Valsson, Guðjón Ernir Hrafnkelsson, Ingimar Stöle, Jakob Snær Árnason og Kári Gautason vilja svo eflaust afsanna að þetta sé sterkasta mögulega lið KA.

KA gerði 2-2 jafntefli gegn KR síðasta sunnudag og mætir Víkingi á útivelli í 2. umferðinni næsta sunnudag.
Athugasemdir
banner