Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 10. maí 2021 22:52
Brynjar Ingi Erluson
Dyche: Mikilvægt fyrir bæinn
Sean Dyche og félagar verða áfram í úrvalsdeildinni
Sean Dyche og félagar verða áfram í úrvalsdeildinni
Mynd: Getty Images
Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley, segir það afar mikilvægt fyrir félagið og bæinn að liðið hafi náð að tryggja áframhaldandi sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Burnley vann Fulham 2-0 á Craven Cottage og þýðir það að Fulham fer niður í B-deildina.

Tímabilið hefur verið erfitt hjá Burnley en Dyche er afar ánægður fyrir hönd allra sem koma að félaginu.

„Ég er svo ánægður fyrir alla sem koma að félaginu. Það er mikilvægt fyrir félagið og bæinn. Þetta hefur verið tímabil með mikið af áskorunum og sérstaklega eftir að það var selt," sagði Dyche.

„Það var ekki mikið af fjárfestingum frá eigendunum sem seldu félagið og þá hafa meiðsli sett strik í reikninginn."

Dyche finnur til með Scott Parker, stjóra Fulham, en segir þó að hann geti lært mikið af þessari reynslu.

„Hann hefur lagt mikið á sig til að koma þeim á þennan stað og þetta eru áskoranir sem ég hef sjálfur tekist á við. Maður lærir eitthvað nýtt á hverjum degi í þessum bransa og hann getur lært mikið af þessu tímabili," sagði hann í lokin."
Athugasemdir
banner
banner
banner