Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
banner
   mán 10. júní 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ætla sér að fá tvöfalt hærri upphæð fyrir Palhinha
Joao Palhinha.
Joao Palhinha.
Mynd: Getty Images
Að sögn Kaveh Solhekol á Sky Sports, þá hefur Fulham hafnað fyrsta tilboði Bayern München í miðjumanninn Joao Palhinha þetta sumarið.

Bayern var nálægt því að fá Palhinha undir lok síðasta sumars en það gekk á endanum ekki eftir.

Þýska stórveldið er núna að reyna aftur og bauð fyrst í hann 30 milljónir punda.

Solhekol segir að því tilboði hafi verið hafnað en Fulham ætlar sér að fá tvöfalt hærri upphæð fyrir miðjumanninn öfluga.

Barcelona og Manchester United hafa einnig áhuga á Palhinha og verður fróðlegt að sjá hvað gerist.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner