Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   mán 10. júní 2024 21:07
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kári: Kæmi mér á óvart ef Age velur hann aftur
Icelandair
Brynjar Ingi Bjarnason í leiknum í kvöld.
Brynjar Ingi Bjarnason í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það vakti athylgi fyrir leik Íslands gegn Hollandi í kvöld að bakvörðurinn Valgeir Lunddal Friðriksson hafi verið í byrjunarliðinu í miðverði frekar en Brynjar Ingi Bjarnason.


Lestu um leikinn: Holland 4 -  0 Ísland

Brynjar Ingi kom inn á sem varmaður í seinni hálfleik og Kári Árnason sérefræðingur á Stöð 2 Sport gagnrýndi hann harkalega fyrir þátt sinn í fjórða marki Hollendinga.

Brynjar missti Donyell Malen frá sér áður en Malen lagði upp markið á Wout Weghorst.

„Þetta mark er galið, sorrí Brynjar Ingi, það kæmi mér á óvart ef hann verður valinn aftur undir Age, hann var brjálaður. Þetta er galið dapurt, hann snýr beint fyrir framan hann þegar hann er að hlaupa inn fyrir, annað hvort stígur þú í veg fyrir hann, þetta er eins hæg viðbrögð og hægt er, þú verður að taka sprettinn strax á eftir honum," sagði Kári.


Athugasemdir
banner
banner