Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
banner
   mán 10. júní 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Newcastle búið að ná samkomulagi við Trafford
Mynd: Burnley
Newcastle United hefur samið við James Trafford, markvörð Burnley, um kaup og kjör en þetta segir Fabrizio Romano á X.

Félögin eru þessa stundina í viðræðum um Trafford en Newcastle er að undirbúa nýtt 15 milljóna punda tilboð í markvörðinn.

Trafford, sem er 21 árs gamall, var í 33 manna úrtakhóps enska landsliðsins fyrir EM. Hann sat meðal annars á bekknum gegn Íslandi, en tókst ekki að komast í lokahópinn sem fer til Þýskalands á næstu dögum.

Fabrizio Romano segir að Newcastle sé búið að ná samkomulagi við Trafford um kaup og kjör.

Það eru því miklar líkur á því að Trafford verði áfram í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner