Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mán 10. júní 2024 16:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Það sé skrítið að Amanda spili ekki stærra hlutverk í landsliðinu
Icelandair
Amanda Andradóttir.
Amanda Andradóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Amanda er virkilega öflugur leikmaður.
Amanda er virkilega öflugur leikmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hún er náttúrulega bara ógeðslega góður leikmaður," sagði Jasmín Erla Ingadóttir um Amöndu Andradóttur, liðsfélaga sinn í Val, í hlaðvarpi hér á Fótbolta.net í síðustu viku.

Amanda og Jasmín voru að tengja býsna vel í byrjun tímabilsins í Bestu deild kvenna, en þeir hafa báðar verið frá vegna meiðsla að undanförnu. Amanda sneri aftur í síðasta leik og hjálpaði Val að vinna Stjörnuna.

Amanda sýndi það þegar hún kom heim í fyrra hversu góð hún og hún hefur sýnt það enn frekar í sumar.

„Hún getur tekið boltann og gert eitthvað úr engu," sagði Jasmín og tók Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir í sama streng.

„Sem sóknarmaður þá viltu vera með Amöndu í liði, sem getur gefið þér og liðinu mikið," sagði Guðrún Elísabet. „Hún er geggjuð og er stundum að fara illa með okkur á æfingum. Það er geggjað að hafa hana," sagði Jasmín.

Jasmín finnst Amanda eiga skilið að fá stærra tækifæri með landsliðinu, en hún hefur setið mikið á bekknum þar.

„Mér finnst skrítið að hún spili ekki stærra hlutverk í landsliðinu. Mér finnst það eiginlega galið. Ég veit ekki hver ástæðan er. Kannski varnarleikur. Hún veit það sjálf að henni finnst skemmtilegra að sækja," sagði Jasmín og bætti við:

„Mér finnst hún bara hafa orðið betri og betri. Þegar okkur vantar mark, að sé hún ekki leikmaðurinn sem er settur inn á. Þá erum við oft að setja einhverja miðjumenn inn á eða eitthvað. Hún getur tekið boltann og neglt honum lengst fyrir utan teig. Ég segi stundum við hana að ég vilji helst fá aukaspyrnur frekar en víti. Hún er betri að taka þær. Þetta eru vítaspyrnur fyrir henni. Hún getur eiginlega skorað hvenær sem er og hvar sem hún vill."

Þær sögðu báðar að Amanda væri róleg utan vallar en tjáði sig frekar með spilamennsku sinni innan vallar. Hægt er að hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.
Guðrún Elísabet og Jasmín: Heiður að taka þátt í vegferðinni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner