Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fös 10. júlí 2020 10:33
Magnús Már Einarsson
Meistaradeildin: Búið að draga í 8-liða og undanúrslit
Manchester City gæti mætt Juventus eða Lyon í 8-liða úrslitum.
Manchester City gæti mætt Juventus eða Lyon í 8-liða úrslitum.
Mynd: Getty Images
Búið er að draga í 8-liða og undanúrslit í Meistaradeild Evrópu. Vegna kórónaveirunnar verður breytt fyrirkomulag í keppninni í ár en 8-liða úrslitin, undanúrslit og úrslitaleikurinn sjálfur fara fram í Lisabon í Portúgal dagana 12-23. ágúst.

Þar sem ekki er leikið heima og að heiman þá ráðast úrslitin í 8-liða og undanúrslitum í einum leik.

Ennþá er fjórum viðureignum ólokið í 16-liða úrslitum en í 8-liða úrslitum gætu stórlið Barcelona og Bayern Munchen meðal annars mæst. Sigurvegarinn hjá Manchester City og Real Madrid mætir Juventus eða Lyon.

RB Leipzig, Atletico Madrid, Atalanta og PSG eigast við í 8-liða og undanúrslitum og eitt af þessum liðum fer í úrslitaleikinn í ár.

8-liða úrslit
Real Madrid/Man City - Lyon/Juventus
Napoli/Barcelona - Chelsea/Bayern Munchen
Atalanta - PSG
RB Leipzig - Atletico Madrid

Undanúrslit
Real Madrid/Man City eða Lyon/Juventus - Napoli/Barcelona eða Chelsea/Bayern
RB Leipzig/Atletico Madrid - Atalanta/PSG

Leikir sem eru eftir í 16-liða úrslitum
Juventus - Lyon (0-1 eftir fyrri leikinn)
Manchester City - Real Madrid (2-1 eftir fyrri leikinn)
Barcelona - Napoli (1-1 eftir fyrri leikinn)
Bayern Munchen - Chelsea (3-0 eftir fyrri leikinn)
Athugasemdir
banner
banner
banner