Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   fös 10. júlí 2020 23:59
Gylfi Tryggvason
Steini Halldórs: Íris getur alveg spilað líka
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik lagði Fylki af velli 0-1 í Árbænum í kvöld og var Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, fenginn í viðtal eftir leik. Hvað fannst honum um leikinn?

„Bara ánægður. Glaður að vera kominn áfram, það er aðalatriðið. Þetta var jafn leikur að mörgu leyti. Sótt á báða bóga, við áttum í vandræðum á köflum en þegar við náðum að halda boltanum aðeins og finna opnanirnar vorum við alveg að skapa góða möguleika og góða sénsa. En þær fengu auðvitað líka færi þannig að leikurinn í sjálfu sér var bara jafn."

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  1 Breiðablik

Hvernig horfði vítaspyrnuatvikið við honum?

„Ég veit það ekki. Maður veit aldrei hvað á að dæma á og hvað á ekki að dæma á í dag. Ég næ oft ekki alveg að skilja þessar reglur. Mér fannst reyndar markmaðurinn minn sparka í boltann fyrst en ég svosem veit það ekki. Hef enga skoðun á því."

Athygli vakti að Íris Dögg byrjaði leikinn og Sonný Lára, sem hefur verið aðalmarkvörður liðsins að jafnaði, sat á bekknum. Hvað lá þar að baki?

„Íris er góður markmaður og getur alveg spilað líka svo við ákváðum að láta hana spila þennan leik. Hún var mjög góð, varði virkilega vel tvisvar-þrisvar og stóð vel fyrir sínu eins og við vissum. Hvort hún spili bikarleikina í ár kemur í ljós. Við metum stöðuna eftir hverja umferð."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner