Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   fös 10. júlí 2020 23:59
Gylfi Tryggvason
Steini Halldórs: Íris getur alveg spilað líka
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik lagði Fylki af velli 0-1 í Árbænum í kvöld og var Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, fenginn í viðtal eftir leik. Hvað fannst honum um leikinn?

„Bara ánægður. Glaður að vera kominn áfram, það er aðalatriðið. Þetta var jafn leikur að mörgu leyti. Sótt á báða bóga, við áttum í vandræðum á köflum en þegar við náðum að halda boltanum aðeins og finna opnanirnar vorum við alveg að skapa góða möguleika og góða sénsa. En þær fengu auðvitað líka færi þannig að leikurinn í sjálfu sér var bara jafn."

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  1 Breiðablik

Hvernig horfði vítaspyrnuatvikið við honum?

„Ég veit það ekki. Maður veit aldrei hvað á að dæma á og hvað á ekki að dæma á í dag. Ég næ oft ekki alveg að skilja þessar reglur. Mér fannst reyndar markmaðurinn minn sparka í boltann fyrst en ég svosem veit það ekki. Hef enga skoðun á því."

Athygli vakti að Íris Dögg byrjaði leikinn og Sonný Lára, sem hefur verið aðalmarkvörður liðsins að jafnaði, sat á bekknum. Hvað lá þar að baki?

„Íris er góður markmaður og getur alveg spilað líka svo við ákváðum að láta hana spila þennan leik. Hún var mjög góð, varði virkilega vel tvisvar-þrisvar og stóð vel fyrir sínu eins og við vissum. Hvort hún spili bikarleikina í ár kemur í ljós. Við metum stöðuna eftir hverja umferð."
Athugasemdir
banner