Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   fös 10. júlí 2020 23:59
Gylfi Tryggvason
Steini Halldórs: Íris getur alveg spilað líka
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik lagði Fylki af velli 0-1 í Árbænum í kvöld og var Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, fenginn í viðtal eftir leik. Hvað fannst honum um leikinn?

„Bara ánægður. Glaður að vera kominn áfram, það er aðalatriðið. Þetta var jafn leikur að mörgu leyti. Sótt á báða bóga, við áttum í vandræðum á köflum en þegar við náðum að halda boltanum aðeins og finna opnanirnar vorum við alveg að skapa góða möguleika og góða sénsa. En þær fengu auðvitað líka færi þannig að leikurinn í sjálfu sér var bara jafn."

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  1 Breiðablik

Hvernig horfði vítaspyrnuatvikið við honum?

„Ég veit það ekki. Maður veit aldrei hvað á að dæma á og hvað á ekki að dæma á í dag. Ég næ oft ekki alveg að skilja þessar reglur. Mér fannst reyndar markmaðurinn minn sparka í boltann fyrst en ég svosem veit það ekki. Hef enga skoðun á því."

Athygli vakti að Íris Dögg byrjaði leikinn og Sonný Lára, sem hefur verið aðalmarkvörður liðsins að jafnaði, sat á bekknum. Hvað lá þar að baki?

„Íris er góður markmaður og getur alveg spilað líka svo við ákváðum að láta hana spila þennan leik. Hún var mjög góð, varði virkilega vel tvisvar-þrisvar og stóð vel fyrir sínu eins og við vissum. Hvort hún spili bikarleikina í ár kemur í ljós. Við metum stöðuna eftir hverja umferð."
Athugasemdir