Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 10. júlí 2020 21:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Eins og ég sé fastur og óttast að ef ég kem út þá geri það hlutina ennþá verri"
Sendi opið bréf en vill ekki koma fram undir nafni
Leikmaðurinn vill ekki koma fram undir nafni.
Leikmaðurinn vill ekki koma fram undir nafni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skrifaði opið béf þar sem hann greinir frá samkynhneigð sinni. Það er langt í frá daglegt brauð að knattspyrnumenn komi ut úr skápnum. Leikmenn telja að það gæti verið notað gegn þeim.

Bréfið var birt í kvöld en leikmaðurinn er enn ekki tilbúinn að koma fram undir nafni.

Breski miðillinn Mirror birti bréfið í kvöld í heild sinni og má lesa það hér.

„Ég er samkynhneigður. Meira að segja að skrifa þetta bréf er stórt skref fyrir mig. Hvernig er að lifa með þessu á hverjum degi? Það getur verið algjör martröð. Þetta hefur meiri og meiri áhrif á mína andlegu heilsu," skrifar leikmaðruinn og bætir svo við.

„Það er eins og ég sé fastur og óttast að ef ég kem út þá geri það hlutina ennþá verri."
Athugasemdir
banner
banner