Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 10. júlí 2021 19:22
Victor Pálsson
Hver fær gullskóinn? - Ronaldo í frábærri stöðu
Mynd: EPA
Það er enn líklegt að Cristiano Ronaldo fái gullskóinn á EM alls staðar þegar einn leikur er eftir í keppninni.

Úrslitaleikur mótsins er spilaður á morgun en England og Ítalía eigast þá við í alvöru stórslag.

Fyrir leikinn er Ronaldo markahæstur í keppninni með fimm mörk, jafn mörg mörk og Patrik Schick en er með fleiri stoðsendingar.

Tveir enskir leikmenn eru á topp 12 listanum yfir þá markahæstu eða þeir Harry Kane og Raheem Sterling.

Svo Kane vinni gullskóinn þá þarf hann að skora annað hvort tvö mörk eða skora eitt mark og leggja upp tvö.

Sterling þarf að skora þrennu eða þá skora tvö mörk og leggja upp eitt til að koma í veg fyrir að Ronaldo fái verðlaunin.

Portúgal datt úr keppni í 16-liða úrslitum gegn Dönum.
Athugasemdir
banner
banner
banner