Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
Gylfi vaknaði með vírus - „Þyrfti að vera töluvert meira veikur til að hætta við leikinn"
Jón Dagur um fagnið: Það flottasta sem Alfreð tók fyrir landsliðið
Logi náði sínu stærsta markmiði - „Þessi draumur var ekki svo raunhæfur"
Mikael Anderson: Alvöru íslensk frammistaða
Hákon Rafn: Minn fyrsti leikur á þessum velli
„Kannski sjáum við Gylfa aftur á Englandi"
Andri Fannar: Erum eitt stórt lið
Kristall: Hefur alltaf liðið vel að spila hérna
Daníel: Allt annað en að vinna önnur lönd
Ólafur Ingi: Getur farið með bros á vör til Danmerkur
Leikdagurinn – Viktor Jónsson
   mið 10. júlí 2024 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Lúxusvandamál fyrir Hlín - „Þetta er smá tvíeggja sverð"
Icelandair
Hlín Eiríksdóttir.
Hlín Eiríksdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hefur verið að leika fantavel í Svíþjóð.
Hefur verið að leika fantavel í Svíþjóð.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég hlakka bara til að fá Þjóðverjana í heimsókn á föstudaginn og mæta þeim af fullum krafti," segir landsliðskonan Hlín Eiríksdóttir í samtali við Fótbolta.net.

Framundan eru tveir síðustu leikirnir í undankeppni EM. Ísland mætir Þýskalandi á Laugardalsvelli föstudaginn 12. júlí og Póllandi ytra þriðjudaginn 16. júlí. Ísland er í öðru sæti þegar tveir leikir eru eftir af undankeppninni. Tvö efstu liðin fara áfram beint í lokakeppni EM 2025.

„Ég vona bara að við fáum að spila enn oftar við þær (Þýskaland). Það er ógeðslega gaman að mæta þeim og þvílíkur lærdómur í hvert einasta skipti. Mér finnst við vera að nálgast að ná í fyrsta sigurinn í dágóðan tíma gegn þeim. Ég held að það sé fínn tímapunktur á föstudaginn."

„Mér fannst við spila ágætlega á móti þeim seinast þegar við mættum þeim á heimavelli og hefðum alveg getað potað inn marki. Við erum góðar á heimavelli og ætlum að nýta okkur það á föstudaginn."

Ísland er í góðum málum í riðlinum eftir flottan glugga síðast. Hlín skoraði þar í 2-1 sigri gegn Austurríki á Laugardalsvelli.

„Það var ógeðslega mikilvægt að ná í þrjú stig þar og það gefur okkur mikið fyrir þennan glugga. Þrátt fyrir að það sé frekar tómt í stúkunni stundum, þá finnst mér sérstakt að spila hérna. Að spila á þessum velli er eitthvað sem mig dreymdi um þegar ég var lítil," segir Hlín.

Elskar að vera í Kristianstad
Hlín kemur inn í þetta verkefni í fantaformi en hún hefur verið að spila afar vel með Kristianstad í Svíþjóð. Hún er búin að gera sex mörk í 13 leikjum og eru félög í stærri deildum sögð horfa til hennar.

„Ég er með samning út tímabilið og ég elska að vera í Kristianstad. Eins og staðan er núna, þá verð ég áfram," sagði Hlín en hún kveðst ekki vita af neinu sem er í gangi þessa stundina.

„Þetta er smá tvíeggja sverð því mig langar að taka næsta skref en ég elska líka að spila í Kristianstad og mig langar ekki neitt að fara þaðan. Þetta er kannski smá lúxusvandamál. En ef það býðst stærra tækifæri þá mun ég skoða það."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner