Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   mið 10. júlí 2024 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Lúxusvandamál fyrir Hlín - „Þetta er smá tvíeggja sverð"
Icelandair
Hlín Eiríksdóttir.
Hlín Eiríksdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hefur verið að leika fantavel í Svíþjóð.
Hefur verið að leika fantavel í Svíþjóð.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég hlakka bara til að fá Þjóðverjana í heimsókn á föstudaginn og mæta þeim af fullum krafti," segir landsliðskonan Hlín Eiríksdóttir í samtali við Fótbolta.net.

Framundan eru tveir síðustu leikirnir í undankeppni EM. Ísland mætir Þýskalandi á Laugardalsvelli föstudaginn 12. júlí og Póllandi ytra þriðjudaginn 16. júlí. Ísland er í öðru sæti þegar tveir leikir eru eftir af undankeppninni. Tvö efstu liðin fara áfram beint í lokakeppni EM 2025.

„Ég vona bara að við fáum að spila enn oftar við þær (Þýskaland). Það er ógeðslega gaman að mæta þeim og þvílíkur lærdómur í hvert einasta skipti. Mér finnst við vera að nálgast að ná í fyrsta sigurinn í dágóðan tíma gegn þeim. Ég held að það sé fínn tímapunktur á föstudaginn."

„Mér fannst við spila ágætlega á móti þeim seinast þegar við mættum þeim á heimavelli og hefðum alveg getað potað inn marki. Við erum góðar á heimavelli og ætlum að nýta okkur það á föstudaginn."

Ísland er í góðum málum í riðlinum eftir flottan glugga síðast. Hlín skoraði þar í 2-1 sigri gegn Austurríki á Laugardalsvelli.

„Það var ógeðslega mikilvægt að ná í þrjú stig þar og það gefur okkur mikið fyrir þennan glugga. Þrátt fyrir að það sé frekar tómt í stúkunni stundum, þá finnst mér sérstakt að spila hérna. Að spila á þessum velli er eitthvað sem mig dreymdi um þegar ég var lítil," segir Hlín.

Elskar að vera í Kristianstad
Hlín kemur inn í þetta verkefni í fantaformi en hún hefur verið að spila afar vel með Kristianstad í Svíþjóð. Hún er búin að gera sex mörk í 13 leikjum og eru félög í stærri deildum sögð horfa til hennar.

„Ég er með samning út tímabilið og ég elska að vera í Kristianstad. Eins og staðan er núna, þá verð ég áfram," sagði Hlín en hún kveðst ekki vita af neinu sem er í gangi þessa stundina.

„Þetta er smá tvíeggja sverð því mig langar að taka næsta skref en ég elska líka að spila í Kristianstad og mig langar ekki neitt að fara þaðan. Þetta er kannski smá lúxusvandamál. En ef það býðst stærra tækifæri þá mun ég skoða það."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner