Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fim 10. júlí 2025 12:00
Elvar Geir Magnússon
Branthwaite með 70 milljóna punda riftunarákvæði
Jarrad Branthwaite.
Jarrad Branthwaite.
Mynd: EPA
Jarrad Branthwaite, varnarmaður Everton, skrifaði nýlega undir nýjan fimm ára samning sem heldur honum hjá félaginu fram til ársins 2030.

Þar með er hann orðinn einn af hæstu launuðu leikmönnum félagsins. Samningurinn inniheldur riftunarákvæði sem verður virkt næsta sumar og ermeira en 70 milljónir punda.

Manchester United hefur reynt að fá Branthwaite og lagði fram tilboð upp á 50 milljónir punda í fyrra, en Everton hafnaði því.

Branthwaite, sem er 23 ára, hefur spilað vel undanfarið og hjálpaði Everton að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur metnað til að spila í Meistaradeildinni og koma inn í enska landsliðið, en hann lék sinn fyrsta landsleik í júní í fyrra. Hann hefur ekki fengið tækifæri síðan Thomas Tuchel tók við.

Hann er ánægður undir stjórn David Moyes en hefur einnig vakið áhuga stórliða, þar á meðal Tottenham og Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner