Víkingur vann í kvöld 0-1 útisigur á FC Malisheva í Kósovó. Það var Nikolaj Hansen sem skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma.
Leikurinn var sá fyrri í 1. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni. Seinni leikurinn fer fram eftir viku á Víkingsvelli.
Fótbolti.net ræddi við markaskorarann Nikolaj og Karl Friðleif Gunnarsson eftir leikinn.
Leikurinn var sá fyrri í 1. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni. Seinni leikurinn fer fram eftir viku á Víkingsvelli.
Fótbolti.net ræddi við markaskorarann Nikolaj og Karl Friðleif Gunnarsson eftir leikinn.
Lestu um leikinn: Malisheva 0 - 1 Víkingur R.
„1-0 eru góð úrslit á útivelli. Við hefðum kannski getað gert betur úr nokkrum stöðum og í seinni hálfleik vildum við ekki fá á okkur mark. 1-0 er gott og við tökum það með okkur heim," segir markaskorarinn.
Hann fagnaði markinu sínu á hefðbundinn hátt með því að fara á hnéð og miða eins og hann héldi á sprengjuvörpu. En í kjölfarið, þegar liðsfélagar hans komu til hans byrjuðu þeir að hoppa og klappa á höfuð sér með báðum höndum. Nikolaj segir það einkahúmor innan hópsins, en fréttamaður hefur fengið þær upplýsingar að þetta sé eitthvað sem Nikolaj hafi séð á TikTok.
Markið og fagnið má sjá hér.
„Erum töluvert betra lið"
Karl Friðleifur var spurður út í fagnið.
„Guð minn góður, þetta var hræðilegt fagn," segir Kalli og hlær. „Ég forðaði mér fljótt í burtu, vissi ekkert að þeir ætluðu að taka þetta."
Markið var skallamark eftir fyrirgjöf Gylfa Þórs Sigurðssonar.
„Gylfi smurði hann á pönnuna á Niko sem skallaði hann í fjær hornið. Fáránlega vel gert hjá þeim báðum. Þeir tveir eru búnir að vera tengja vel saman í síðustu leikjum!"
En hvernig metur Kalli úrslitin?
„Frábær úrslit á útivelli, þetta var engin flugeldasýning en gerðum það sem við þurftum. Virkilega sáttur að taka þessi úrslit heim í Víkina. Mér fannst þetta sanngjörn niðurstaða, erum töluvert betra fótboltalið en þeir að mínu mati."
Í lok leiks kom Pablo Punyed inn á í fyrsta sinn í tæpt ár.
„Það er yndislegt að sjá Pablo okkar snúa aftur. Hann er svo stór karakter i Víkings fjölskyldunni," segir Kalli að lokum.
Athugasemdir