
Bláa hafið tók yfir stuðningsmannasvæðið í Thun í dag og þar mátti ekki sjá eina norska treyju.
Framundan í kvöld er leikur Íslands og Noregs á Evrópumótinu en það var í raun magnað að sjá stemninguna miðað við hvernig staðan er í mótinu.
Framundan í kvöld er leikur Íslands og Noregs á Evrópumótinu en það var í raun magnað að sjá stemninguna miðað við hvernig staðan er í mótinu.
Ísland er nefnilega úr leik eftir töp í fyrstu tveimur leikjunum á meðan Noregur er búið að vinna riðilinn.
Stuðningsmannasvæðið í Thun í dag átti að vera fyrir bæði lið en þarna voru bara bláar treyjur. Það var svipuð stemning fyrir fyrsta leik gegn Finnlandi hér í Thun en ögn erfiðara á stuðningsmannasvæðinu fyrir leikinn gegn heimakonur í Sviss.
Það hefur verið magnað að fylgjast með íslensku stuðningsmönnunum hér í Sviss og vonandi verðlauna stelpurnar þau með sigri gegn Noregi í kvöld. Það væri góður endir á erfiðu móti.
Athugasemdir